Fréttir

Opið hús hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum 5. nóvember n.k.

4 nóv. 2013

Lífeyrissjóðir landsins hafa opnað aðgang að Lífeyrisgátt, nýrri leið sjóðfélaga til að fá á einum stað upplýsingar um öll áunnin lífeyrisréttindi sín í samtryggingarsjóðum.

Sjóðfélagar fá aðgang að Lífeyrisgáttinni á heimasíðum lífeyrissjóðanna og nota þar sama aðgangsorð og gildir fyrir sjóðfélagavefi, sbr. á www.lifeyrir.is.

Í tilefni opnunar Lífeyrisgáttarinnar mun skrifstofa Sameinaða lífeyrissjóðsins í Borgartúni 30 verða opin til kl. 18.00 þriðjudaginn

5. nóvember nk.

Sjóðfélögum gefst þá kostur á að kynna sér Lífeyrisgáttina, ræða um lífeyrisréttindi sín og fá almennar upplýsingar um starfsemi sjóðsins.

 

Starfsfólk sjóðsins býður alla hjartanlega velkomna!  Léttar kaffiveitingar í boði allan daginn.

 

Til baka

Póstlisti