Catégorie: Fréttir

Ályktanir frá ársfundi ASÍ sem haldinn var 21.-22. október 2010

26. október, 2010

Fréttir

Ársfundur ASÍ samþykkti föstudaginn 22. október  ályktanir sínar í átta málaflokkum. Ályktanirnar voru afrakstur vinnu tæplega þrjú hundruð ársfundarfulltrúa sem fór fram í málstofum með þjóðfundarformi. Meðal þeirra ályktana sem samþykktar voru var ályktun í efnahags- og kjaramálum þar sem því var beint til aðildarfélaga ASÍ að sameinast um samræmda launastefnu sem feli í sér […]

Lokað í dag frá kl. 14.25

25. október, 2010

Fréttir

Skrifstofa félagsins verður lokuð í dag frá kl. 14.25 vegna kvennafrídagsins.   kveðja starfsfólk FBM

Baráttudagur kvenna – Kvennafrí kl. 14.25 mánudaginn 25. október

22. október, 2010

Fréttir

  Yfirskrift kvennafrídagsins 2010 er: Konur gegn kynferðisofbeldi. Samtök launafólks fordæma kynbundið ofbeldi og áreiti á vinnustöðum og í samfélaginu öllu og hvetja aðila vinnumarkaðarins, stjórnvöld og almenning allan til markvissra aðgerða gegn því.Samtök launafólks hvetja félagsmenn aðildarfélaga sinna um land allt til virkrar þátttöku í viðburðum í tilefni Kvennafrídagsins mánudaginn 25. október. Stelpur, höfum […]

Kjaraþing FBM 2010

20. október, 2010

Fréttir

  Kjaraþing FBM verður haldið miðvikudaginn 27. október n.k. kl. 16 – 19.30 á Hverfisgötu 21, 101 Reykjavík. Til þess að undirbúa komandi kjarasamninga hefur stjórn og trúnaðarráð ákveðið að koma á kjaraþingi FBM þar sem áherslur í kjarasamningum verða ræddar. Núgildandi kjarasamningar FBM og Samtaka atvinnulífssins gilda til 30. nóvember 2010. Stjórn og trúnaðarráð […]

Umboðsmaður skuldara nýtt embæti

8. október, 2010

Fréttir

Nýtt embætti umboðsmanns skuldara hefur tekið við af Ráðgjafastofu heimilanna. Umboðsmaður skuldara er til húsa á Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. Hlutverk umboðsmanns skuldara samkvæmt lögum er m.a. að gæta hagsmuna skuldara og veita þeim aðstoð þegar við á. Einnig á hann að veita einstaklingum sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum endurgjaldslausa aðstoð við að öðlast heildarsýn […]

Tilkynning frá Hugmyndahúsi Háskólanna

Fréttir

Sælir kæru grafísku hönnuðir Okkur í Hugmyndahúsinu þyrstir í að koma á sambandi milli grafískra hönnuða og frumkvöðla. Byggja upp fagþekkingu innan þeirra raða og gera þeim grein fyrir gildi ímyndar og framsetningar á efni og hugmyndum. Okkur vantar ca 30 grafíska hönnuði sem eru tilbúnir að gefa ca klukkutíma  af sínum vinnutíma, næstkomandi mánudagsmorgun […]

Vetrarleiga orlofshúsa

20. september, 2010

Fréttir

Minnum á nýjan orlofshúsavef félagsins. Félagsmenn geta skoðað laus hús, pantað og gengið frá greiðslu með kreditkorti. Aðeins virkir félagsmenn FBM hafa aðgang að síðunni. Kennitala félagsmannsins er notendanafn og við fyrstu innskráningu velur félagsmaður sér lykilorð sjálfur.   Við höfum nú opnað fyrir bókanir frá 7. janúar – 20. apríl.   Við hverja vetrarleigu […]

Framboðsfrestur til Trúnaðarráðs FBM kjörtímabilið 2010 – 2012

16. september, 2010

Fréttir

  Framboðsfrestur við kosningar til Trúnaðarráðs FBM kjörtímabilið 2010 – 2012   Í samræmi við lög félagsins (sbr. 6. og 7. kafla) er hér með lýst eftir tillögum um 18 félagsmenn til setu í Trúnaðarráðinu og 6 til vara. Tillögur um menn í Trúnaðarráð skulu studdar af mest 50 félagsmönnum og minnst 20. Frestur til […]

Námsvísir IÐUNNAR kominn út

13. september, 2010

Fréttir

Fjöldi spennandi námskeiða er í boði hjá IÐUNNI á haustönninni. Við hvetjum alla til að skoða vel úrvalið, jafnt fagtengdu námskeiðin sem og stjórnunar- og tölvunámskeiðin. Námsvísinum er dreift til allra félagsmanna okkar sem eiga von á honum næstu daga. Einnig er hægt að nálgast námsvísinn hér

Verðlaun í auglýsingasamkeppni Sameinuðu þjóðanna

Fréttir

Stefán Einarsson hönnunarstjóri hjá Hvíta húsinu fékk fyrstu verðlaun í samkeppninni „Unleash your creativity against poverty“, sem Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í Brussel efndi til í  Evrópu. Verðlaunin voru afhent 10. september í Madríd á Spáni. Alls bárust 2030 auglýsingar en auk þess að sigra keppnina átti Stefán auglýsingu í þriðja sæti og alls þrjár af […]

Póstlisti