Umboðsmaður skuldara nýtt embæti
8 okt. 2010
Nýtt embætti umboðsmanns skuldara hefur tekið við af Ráðgjafastofu heimilanna. Umboðsmaður skuldara er til húsa á Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík.
Hlutverk umboðsmanns skuldara samkvæmt lögum er m.a. að gæta hagsmuna skuldara og veita þeim aðstoð þegar við á. Einnig á hann að veita einstaklingum sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum endurgjaldslausa aðstoð við að öðlast heildarsýn á fjármál sín og leita leiða til lausnar. Hægt er að nálgast fróðleik um fjármál heimilanna og umsóknir um úrræði vegna greiðsluvanda hér.