Fréttir

Kjaraþing FBM 2010

20 okt. 2010

 

fbm_barabeid

Kjaraþing FBM verður haldið miðvikudaginn 27. október n.k. kl. 16 – 19.30 á Hverfisgötu 21, 101 Reykjavík.

Til þess að undirbúa komandi kjarasamninga hefur stjórn og trúnaðarráð ákveðið að koma á kjaraþingi FBM þar sem áherslur í kjarasamningum verða ræddar.

Núgildandi kjarasamningar FBM og Samtaka atvinnulífssins gilda til 30. nóvember 2010.

Stjórn og trúnaðarráð félagsins hefur sent út boðsbréf til úrtaks félaga.

Þeir félagsmenn sem ekki lentu í úrtaki  og hafa áhuga á að taka þátt geta haft samband við skrifstofu félagsins í síðasta lagi mánudaginn 25 .október á netfangið fbm@fbm.is eða í síma 552 8755

Þátttakendur vinna saman í hópum og fást við nokkrar lykilspurningar tengt kjaramálum s.s. sérstakar áherslur í kjarasamningi FBM sem varða almenn atriði, launakröfur, lengd samningstíma og sameiginlegar kröfur með verkalýðshreyfingunni gagnvart stjórnvöldum.

Stjórn FBM

Til baka

Póstlisti