Fréttir

Tilkynning frá Hugmyndahúsi Háskólanna

8 okt. 2010

Sælir kæru grafísku hönnuðir

Okkur í Hugmyndahúsinu þyrstir í að koma á sambandi milli grafískra hönnuða og frumkvöðla. Byggja upp fagþekkingu innan þeirra raða og gera þeim grein fyrir gildi ímyndar og framsetningar á efni og hugmyndum.

Okkur vantar ca 30 grafíska hönnuði sem eru tilbúnir að gefa ca klukkutíma  af sínum vinnutíma, næstkomandi mánudagsmorgun 11.október 2010.
Við erum komin með tvo.

Þetta gæti verið grunnur að frekari samstarfi og samvinnu ykkar og frumkvöðlanna.

Það er von mín að fleiri taki þessari beiðni vel og gefi sig fram til þessa verkefnis.

Kærleikskveðja
Ingibjörg Gréta
Hugmyndahúsi háskólanna

Áhugasamir hafi samband við Ingibjörgu í igg@hugmyndahus.is eða 695 4048

www.hugmyndahus.is

Til baka

Póstlisti