Catégorie: Fréttir

Félagsfundur þriðjudaginn 17.maí

10. maí, 2011

Fréttir

Boðað er til félagsfundar Þriðjudaginn 17. maíkl. 17.00 í félagsheimilinu Hverfisgötu 21 Dagskrá: 1. Kynning á nýjum kjarasamningi FBM og SA og kjarasamningi FGT og SÍA 2. Önnur mál Á sama tíma verður haldinn félagsfundur á Greifanum Akureyri. Félagsmenn eru hvattir til að mæta  

Lausar vikur í orlofshúsum FBM

9. maí, 2011

Fréttir

Þær vikur sem voru afpantaðar í sumarúthlutun 2011 eru nú komnar í leigu. Fyrstur kemur fyrstur fær og hægt er að ganga frá pöntun og greiðslu á orlofsvef félagsins hér Eingöngu er hægt að greiða með kreditkorti á orlofsvefnum. Þeir sem eru ekki með kreditkort verða að hringja á skrifstofu félagsins og panta þar. Síminn […]

Nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins

6. maí, 2011

Fréttir

Viðræðunefnd FBM undirritaði í gærkvöld nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins til þriggja ára.  Samningurinn felur í sér almennar launahækkanir upp á rúmlega 11% á samningstímanum og hækkun á launatöxtum um kr. 34.000 auk hækkunar á orlofs- og desemberuppbót og eingreiðslu kr. 50.000 sem greiðist út við undirskrift.   Myndina tók Ómar Óskarsson ljósmyndari Viðræðunefnd FBM: […]

Samninganefnd FBM vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara

29. apríl, 2011

Fréttir

Samningur Félags bókagerðarmanna og Samtaka atvinnulífsins rann út 30. nóvember 2010. Viðræðuáætlun milli aðila var undirrituð 13. október 2010. Þrátt fyrir fjölmarga samningafundi hefur ekki tekist að koma á kjarasamningi milli aðila eins og að var stefnt. Í ljósi þessarar stöðu hefur samninganefnd Félags bókagerðarmanna samþykkt að vísa kjaradeilu félagsins gagnvart Samtökum atvinnulífsins til Ríkissáttasemjara.

Dagskrá 1. maí í Reykjavík

28. apríl, 2011

Fréttir

Félagsmönnum FBM er boðið uppá veitingar í félagsheimilinu Hverfisgötu 21 að dagskrá lokinni. Dagskrá Safnast saman á horni Snorrabrautar og Laugavegar kl. 13.00. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika nokkur lög. Gangan leggur af stað kl. 13.30. Gengið niður Laugaveg Bankastræti, Austurstræti og inn á Austurvöll. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu. Ræðumenn […]

Nýtt á orlofsvef félagsins-Afslættir til félagsmanna

20. apríl, 2011

Fréttir

Opnað hefur verið fyrir afsláttarsíðu á orlofsvef félagsins. Þar bjóða ýmis fyrirtæki afslátt á vörum og þjónustu sem félagsmenn geta nýtt sér gegn framvísun félagsskírteinis. Einnig geta félagsmenn keypt í gegnum vefinn útilegukortið, veiðikortið, golfkortið og afsláttarmiða hjá Fosshótel keðjunni og Eddu hótelunum. Kortin og miðarnir  eru eingöngu fáanlegir í gegnum vefinn. Greiða þarf fyrir […]

Sumarúthlutun 2011 lokið

Fréttir

Sumarúthlutun orlofshúsa fyrir sumarið 2011 fór fram 19. apríl. Alls bárust  166 umsóknir, 138 sóttu um á orlofsvef félagisins og 28 umsóknir bárust á pappír.  74 félagsmenn fengu úthlutað orlofshúsi eða orlofsíbúð. 92 fengu ekki ósk sína uppfyllta. Þeir sem að fengu úthlutað hafa frest til 6. maí til að ganga frá greiðslu. Þann 9. […]

Úrslit í fótboltamóti FBM

19. apríl, 2011

Fréttir

Fótboltamót FBM fór fram laugardaginn 16. apríl. 7 lið mættu til keppni og fór lið Morgunblaðisins með sigur að hólmi eftir úrslitaleik við lið Litlaprents. Lið Gunnars Eggertssonar sigraði lið Hvítahússins í leik um þriðja sætið. Sigurlið Morgunblaðsins 2. sæti Litlaprent   3. sæti Gunnar Eggertsson

Minnum á Aðalfund FBM í dag miðvikudaginn 13. apríl kl. 17.00

27. mars, 2011

Fréttir

Aðalfundur Félags bókagerðarmanna verður haldinn miðvikudaginn 13. apríl 2011 á Grand Hótel v/Sigtún kl. 17 DAGSKRÁ: 1. Starfsskýrsla stjórnar og nefnda fyrir liðið starfsár.2. Reikningar sjóða félagsins.3. Lagabreytingar.4. Stjórnarskipti.5. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.6. Kosning ritstjóra.7. Kosning í fulltrúaráð Sameinaða lífeyrissjóðsins.8. Nefndakosningar.9. Önnur mál. Reikningar, fundargerðir, tillögur um lagabreytingar og aðrar framkomnar tillögur […]

Sumarúthlutun orlofshúsa 2011, umsóknarfrestur rennur út 15. apríl

24. mars, 2011

Fréttir

Athygli er vakin á að umsóknarfrestur til að sækja um orlofshús fyrir sumarið 2011 rennur út föstudaginn 15. apríl. Félagsmenn eru hvattir til að sækja um á orlofsvef félagsinswww.orlof.is/fbm Aðeins virkir félagsmenn FBM hafa aðgang að síðunni, kennitala félagsmannsins er notendanafn og við fyrstu innskráningu á síðuna þá velur félagsmaðurinn sér lykilorð. Umsóknareyðublöðum og orlofsbæklingi […]

Póstlisti