Fréttir

Sumarúthlutun 2011 lokið

20 apr. 2011

fbm_barabeid

Sumarúthlutun orlofshúsa fyrir sumarið 2011 fór fram 19. apríl. Alls bárust  166 umsóknir, 138 sóttu um á orlofsvef félagisins og 28 umsóknir bárust á pappír.  74 félagsmenn fengu úthlutað orlofshúsi eða orlofsíbúð. 92 fengu ekki ósk sína uppfyllta. Þeir sem að fengu úthlutað hafa frest til 6. maí til að ganga frá greiðslu. Þann 9. maí verður opnað fyrir leigu á orlofsvef félagsins á þeim húsum sem eru vangreidd 6. maí. Þá gildir fyrstur kemur fyrstur fær.

Langmest var ásókn í hús 1, 2 og 7  í Miðdal  t.d. sóttu 92 félagsmenn um vikuna 29. júlí -5. ágúst.

 

Athygli er vakin á því að hús 5 og 6 í Miðdal og íbúðin í Ljósheimum í Reykjavík. eru ekki í sumarúthlutun og er hægt að bóka þau beint í gegnum orlofsvef félagsins. Félagsmenn missa aðeins 2 punkta við leigu á þessum húsum.

sjá orlofsvef félagsins hér

 

Til baka

Póstlisti