Fréttir

Prenttæknisvið kaupir Press Optimizer frá Xrite

8 ágú. 2011

CIE lab press optimizerCIE lab mælibúnaður á prenttæknisviði IÐUNNAR

medium_CIE_lab_mlir_1094072985

Prenttæknisvið IÐUNNAR fræðsluseturs keypti á dögunum Xrite Press Optimizer og Xrite Spectro Eye litrófsmæli auk hugbúnaðar til þess að auðvelda prentsmiðjum aðlögun að vottun samkvæmt ISO staðli nr. 12647. Búnaðurinn hentar vel til að fylgjast með gæðum framleiðslunnar, og hvort hráefni prentsmiðja standist gæðakröfur. Búnaðurinn hefur verið reyndur í Svansprent undanfarið og lofar mjög góðu. Að mestum hluta byggjast mælingarnar á svokölluðum CIE-Lab mælingum, (Commission Internationale de l´Eclairage) en grunnur af þessum þrívíðu mælingum var lagður í Frakklandi árið 1931, sama ár og Jón Svan Sigurðsson stofnandi og eigandi Svansprent fæddist, þ.e. fyrir sléttum áttatíu árum.

Búnaðurinn er til nota fyrir þær smiðjur sem aðild eiga að prenttæknisviði án endurgjalds. Í haust verða kynningarfundir haldnir um þennan búnað. Þeim sem vilja nýta sér búnaðinn er bent á að hafa samband við prenttæknisvið IÐUNNAR fræðsluseturs í síma 5906400 eða á netfangið bjorn@idan.is.

(Á myndinni eru Þorgeir Valur Ellertsson, Brynjar Sverrisson og Ólafur Brynjólfsson).

Til baka

Póstlisti