Fréttir

Tíu nýsveinar útskrifast úr bókiðngreinum 2011

8 ágú. 2011

Þann 16. júní s.l. fengu tíu nýsveinar afhent sveinsbréf sín í bókiðngreinum. Tveir luku sveinsprófi úr bókbandi og átta úr prentun. Samtök iðnaðarins og Félag bókagerðarmanna bauð til móttöku þar sem afhendingin fór fram í sal Félags bókagerðarmanna að Hverfisgötu 21.

Björn M. Sigurjónsson sviðsstjóri prenttæknisviðs IÐUNNAR fræðsluseturs flutti stutt ávarp fyrir hönd SI og FBM og að því loknu var gengið til afhendingar bréfanna.

Þeir sem luku sveinsprófi í bókbandi voru Bartosz Pawel Piecha og Óskar Jón Guðmundsson. Theódór Guðmundsson afhenti þeim sveinsbréf. Þeir sem luku sveinsprófi í prentsmíð (grafískri miðlun) voru Birgir Örn Sigurjónsson, Einar Þór Guðmundsson, Fanney Einarsdóttir, George Kristófer Young, Hrönn Jónsdóttir, Málfríður Þorsteinsdóttir, Rakel Ósk Antonsdóttir og Rebekka Líf Albertsdóttir. Hjörtur Guðnason formaður sveinsprófsnefndar í prentsmíð afhenti nýsveinum sveinsbréf.

Einari Þór Guðmundssyni var veitt viðurkenning fyrir besta árangur á sveinsprófi en hann var á samningi hjá OPM. Að lokum afhenti Björn M. Sigurjónsson sviðsstjóri pts gjafabréf á námskeið að eigin vali frá IÐUNNI fræðslusetri.  Að lokinni afhendingu bréfa nutu gestir veitinga og hlýddu á söng Jussanam da Silva með undirleik Ásgeirs Ásgeirssonar gítarleikara.

Til baka

Póstlisti