Fréttir

Fjölskylduhátíð FBM haldin með pompi og prakt

9 ágú. 2011

Fjölskylduhátíð FBM og Miðdalsfélagsins fór fram með hefðbundnu sniði laugardaginn 30. júlí. Nokkur fjöldi félagsmanna og fjölskyldna þeirra sótti hátíðina.  Þrátt fyrir rigningaspá þá létu félagsmenn það ekki stoppa sig, enda kom það á daginn að um leið og skrúðgangan hélt af stað þá stytti upp. Allir skemmtu sér vel í Miðdalnum í sól og blíðu frameftir degi. Um kvöldið var svo kveikt í varðeldi og sungið fram á nótt.

 

Til baka

Póstlisti