Fréttir

Tveir nýsveinar í FBM heiðraðir

6 feb. 2013

 

Verðlaunahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík fór fram 3. febrúar s.l. Að venju var Félag bókagerðarmanna þátttakandi í glæsilegri fánaborg iðnaðarmannafélaga við athöfnina sem fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Tveir nýsveinar í FBM voru heiðraðir og tóku á móti viðurkenningu frá Iðnaðarmannafélaginu en Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhenti verðlaunin. FBM færir Hönnu Gyðu Þráinsdóttur og Kristbjörgu Viglín Víkingsdóttur, prentun, hamingjuóskir með verðlaunin og einnig meisturum þeirra Önnu Gunnhildi Ingvarsdóttur og Stefáni Magnússyni bestu þakkir fyrir vel unnin störf.

 

 

image001 idnadarmf2
Jón Ólafur Ólafsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Hanna Gyða Þráinsdóttir og Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir.

image001 idnadarmf
 Jón Ólafur Ólafsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Kristbjörg Viglín Víkingsdóttir og Stefán Magnússon.

 

Til baka

Póstlisti