Fréttir

Hugmyndir að nýju húsnæðislánakerfi

7 feb. 2013

Alþýðusamband Íslands kynnti í dag hugmyndir sínar að nýju húsnæðislánakerfi á Íslandi. Kerfið byggir á danskri fyrirmynd en húsnæðislánakerfið þar í landi var sett á fót fyrir rúmum 200 árum og hefur á þeim tíma staðið óhaggað af sér kreppur, styrjaldir og önnur áföll. Meðal kosta nýja kerfisins er að sjálfvirk áhrif verðbólgu á höfuðstól lánsins verða afnumin og áhættunni af lántökunni er deilt milli fjármagnseigenda og lántaka með sanngjarnari hætti en nú er.  Sjá nánar á vef ASÍ www.asi.is

Til baka

Póstlisti