Fréttir

Stjórnarkosning FBM 2013

18 jan. 2013

fbm barabeidFRAMBOÐSFRESTUR

vegna kosningu stjórnar og varastjórnar
Félags bókagerðarmanna 2013

Í samræmi við lög félagsins lýkur á næsta aðalfundi tveggja ára kjörtímabili þriggja aðalstjórnarmanna, Önnu Haraldsdóttur, Páls Reynis Pálssonar og Þorkels Svarfdal Hilmarssonar, og varastjórnarmanna, Elínar Sigurðardóttur, Hrafnhildar Ólafsdóttur og Stefáns Ólafssonar.  

Hér með er lýst eftir uppástungum um þrjá félagsmenn til setu í aðalstjórn næstu tvö ár og á sama hátt jafnmarga til setu í varastjórn.

Þeir félagsmenn sem að uppástungum standa skulu stinga upp á mönnum í öll sæti sem kjósa á í, samtals sex félagsmönnum.  Uppástungur skulu studdar fæst 20 en mest 50 félagsmönnum. Þeim sem að uppástungum standa skal jafnframt bent á að fá samþykki þeirra sem þeir áforma að stinga upp á.

Vakin er athygli á eftirfarandi ákvæði í lögum félagsins (gr. 7.4.), en þar segir:
,,Þegar skilafrestur á framboðum til stjórnarkjörs er liðinn, skal stjórn félagsins sameina þau þannig að nafn hvers frambjóðanda komi aðeins einu sinni fram á kjörseðli. Greinilega skal auðkenna hverjir eru í framboði til aðalstjórnar og hverjir til varastjórnar. Sá sem er í framboði til aðalstjórnar getur ekki verið í framboði til varastjórnar samtímis. Við allar kosningar í félaginu skal raða á kjörseðil með útdrætti og skal boða fulltrúa framkominna lista til að vera þar viðstadda.” Og í grein 6.1.5. stendur: ,,Varastjórn er kosin á sama hátt og aðalstjórn og samtímis.”

Framboð samkvæmt framanrituðu skulu berast skrifstofu félagsins,
Stórhöfða 31, fyrir kl. 16.00, mánudaginn  10. febrúar n.k.

Reykjavík, 8. janúar 2013
Stjórn Félags bókagerðarmanna

Til baka

Póstlisti