Fréttir

You Are In Control, ráðstefna

22 okt. 2013
Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Control verður haldin í Reykjavík í sjötta sinn dagana 28. – 30. október 2013 í Bíó Paradís.  Sem fyrr mætast á ráðstefnunni skapandi greinar, hönnun, tónlist, bókmenntir, tölvutækni, kvikmyndagerð og myndlist. Sætafjöldi er takmarkaður en dagskráin er hefur aldrei verið flottari, svo það er um að gera að tryggja sér […]

Ný skýrsla um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga

21 okt. 2013
Á vegum Samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga hefur verið tekið saman mikið efni um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. Aðdragandi þess að ráðist var í þessa vinnu var vilji til þess að stíga skref í átt til þeirrar vinnubragða sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum við undirbúning og gerð kjarasamninga. Að samstarfsnefndinni standa fern heildarsamtök launafólks; ASÍ, […]

Margs konar miðlun – Hvernig miðlar þú?

15 okt. 2013
Ráðstefna um fjölbreyttar leiðir til samskipta við viðskiptavini. IÐAN fræðslusetur og Samtök iðnaðarins boða til ráðstefnu um fjölbreyttar leiðir til samskipta við viðskiptavini föstudaginn 25. október nk. á Grand hótel. Þrír sérfræðingar mæta á staðinn og flytja erindi um margs konar miðlun ásamt því að taka þátt í umræðum og svara fyrirspurnum. SKRÁNING HÉR Almennt […]

Nýr bústaður með aukahúsi til sölu í miðhverfi ...

14 okt. 2013
Stærra húsið er 56,3 fm með þremur svefnherbergjum, baðherbergi, geymslu og geymslulofti, það minna 12,6 fm með salerni.  Rafmagn, kalt vatn og stór hitakútur. 1658 fm lóð, ca 70 fm verönd og frábært útsýni. Ekki er búið að klæða húsin að fullu að innan. Tilboð óskast, sími 8684946 – Hörður, netfang: hordur@vinbudin.is.

Miðstjórn ASÍ lýsir yfir vonbrigðum með fjárlagafrumvarpið

11 okt. 2013
Reykjavík 9. október 2013 Miðstjórn ASÍ lýsir yfir vonbrigðum með áherslur nýrrar ríkisstjórnar eins og þær birtast í fjárlagafrumvarpinu. Frumvarpið ber þess merki að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að rýra verulega tekjustofna ríkisins. Þannig var veiðileyfagjald útgerðarinnar lækkað um milljarða á sumarþingi og virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna lækkaður. Þá er boðað að afnema eigi auðlegðarskatt […]

Ný heimasiða Félagsmálaskólans

23 sep. 2013
Vakin er athygli á nýrri heimasíðu Félagsmálaskólans www.felagsmalaskoli.is Síðan hefur verið endurbætt og gerð aðgengilegri.  Á síðunni er að finna upplýsingar um námsframboð Félagsmálaskólans ásamt öðru efni.  Einnig er að finna þar athyglisverðar greinar og áhugaverða tengla, myndir og myndbönd, að ógleymdu góðu efni um einelti. Félagsmálaskólinn er einnig á Facebook  og hvetjum við félagsmenn til […]

Vika símenntunar í Iðnaði á Norðurlandi

19 sep. 2013
IÐAN fræðslusetur efnir til viku símenntunar í iðnaði á Norðurlandi 7. – 12. október. Í boði verður fjöldi námskeiða, kynning á iðn- og verknámi auk þess sem starfsmenn IÐUNNAR munu heimsækja vinnustaði. Við hvetjum félagsmenn FBM á Norðurlandi til að kynna sér þau námskeið sem verða í boði.  Sjá nánar á vef IÐUNNAR www.idan.is/norudurland

Nýtt á orlofsvefnum – gistimiðar á Icelandair hótelum

18 sep. 2013
Félagsmenn geta nú keypt á orlofsvef félagsins gistimiða á Icelandair hótelum Akureyri, Héraði, Klaustri, Flúðum,  Hamri,  í Keflavík og Reykjavík Natura. Verðið á miðanum er 12.100 kr. Fullt verð er 17.900 – 19.500 kr. Hver miði gildir fyrir tvo í gistingu, eina nótt í tveggja manna standard herbergi, Morgunverður er ekki innifalinn. Sjá miðann hér […]

Afhending viðurkenninga fyrir þátttöku á world skills 2013

17 sep. 2013
16. september var boðað til afhendingar viðurkenninga fyrir þátttöku í heimsleikum iðn- og verkgreina World skills sem haldnir voru í Leipsig í Þýskalandi í  júlí 2013. Keppendur voru um 1000 frá 52 þjóðum og komu um 200.000 áhorfendur á leikana.  Íslendingar sendu fjóra keppendur í pípulögnum, rafvirkjun, hársnyrtiiðn og grafískri miðlun. Keppandi í grafískri miðlun var […]

Skrifstofa FBM lokuð á morgun miðvikudag frá kl. ...

3 sep. 2013
Vegna útfarar Skúla Skúlasonar fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóra Stafa lífeyrissjóðs, verða skrifstofur að Stórhöfða 31  lokaðar á morgun miðvikudag frá kl. 12.00 á hádegi. Félag bókagerðarmanna

Póstlisti