Fréttir

Afhending viðurkenninga fyrir þátttöku á world skills 2013

17 sep. 2013

16. september var boðað til afhendingar viðurkenninga fyrir þátttöku í heimsleikum iðn- og verkgreina World skills sem haldnir voru í Leipsig í Þýskalandi í  júlí 2013. Keppendur voru um 1000 frá 52 þjóðum og komu um 200.000 áhorfendur á leikana.  Íslendingar sendu fjóra keppendur í pípulögnum, rafvirkjun, hársnyrtiiðn og grafískri miðlun. Keppandi í grafískri miðlun var Laufey Dröfn Matthíasdóttir, Hjörtur Guðnason, prentsmiður var þjálfari Laufeyjar.

Hægt er að skoða myndir frá keppninni hér á fésbókarsiðu Verkiðnar

Einnig var kynning á íslandsmóti Iðn- og verkgreina sem fer fram dagana 6.-8. mars 2014, sjá nánar á heimasíðu Verkiðnar www.verkidn.is

photo 1

Björn Ágúst Sigurjónsson, stjórnarmaður Verkiðnar afhendir Hirti Guðnasyni viðurkenningu fyrir þátttöku í World Skills 2013

photo 2

Laufey Dröfn Matthíasdóttir segir frá reynslu sinni sem keppandi á World skills 2013

 

 

 

 

Til baka

Póstlisti