Fréttir

Afhending viðurkenninga fyrir þátttöku á world skills 2013

17 sep. 2013
16. september var boðað til afhendingar viðurkenninga fyrir þátttöku í heimsleikum iðn- og verkgreina World skills sem haldnir voru í Leipsig í Þýskalandi í  júlí 2013. Keppendur voru um 1000 frá 52 þjóðum og komu um 200.000 áhorfendur á leikana.  Íslendingar sendu fjóra keppendur í pípulögnum, rafvirkjun, hársnyrtiiðn og grafískri miðlun. Keppandi í grafískri miðlun var […]

Skrifstofa FBM lokuð á morgun miðvikudag frá kl. ...

3 sep. 2013
Vegna útfarar Skúla Skúlasonar fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóra Stafa lífeyrissjóðs, verða skrifstofur að Stórhöfða 31  lokaðar á morgun miðvikudag frá kl. 12.00 á hádegi. Félag bókagerðarmanna

Hilmar Þorkelsson Meistari FBM í golfi 2013

14 ágú. 2013
  MIÐDALSMÓTIÐ – 2013  Miðdalsmótið, golfmót Félags bókagerðarmanna fór fram á golfvelli Dalbúa í Miðdal 10. ágúst í ágætis veðri. Þetta var í átjánda sinn sem mótið er haldið í Miðdal. 28 þátttakendur mættu til leiks. Keppt var skv. punktakerfi með forgjöf í karla- og kvennaflokki. Einnig var keppt í  höggleik án forgjafar um Postillonbikarinn. […]

Nýtt dreifnám í margmiðlunarhönnun

8 ágú. 2013
Borgarholtsskóli býður upp á metnaðarfullt dreifnám í margmiðlun sem er sérsniðið að þörfum þeirra sem eru í vinnu eða öðru námi. Námið nýtist öllum sem vilja ná tökum á upplýsingatækninni til marksækinnar miðlunar. Ekki síst er námið gagnlegt kennurum, fjölmiðlafólki, myndlistarmönnum, kynningarfulltrúum, starfsmönnum upplýsingamiðstöðva á borð við bókasöfn og þeim sem vinna við upplýsingamiðlun á […]

Ný leiktæki – fjölskylduhátíðin í Miðdal

1 ágú. 2013
Nýr leik kastali hefur verið reistur á tjaldsvæðinu í Miðdal, sem mun leysa eldri kastala af hólmi. Mjög góð þátttaka var á fjölskylduhátíð FBM og Miðdalsfélagsins laugardaginn 3. ágúst s.l.. í Miðdal. Keppt var í körfuboltakeppni, handboltakeppni og Minigolfi. Einnig var í boði ýmis afþreying fyrir yngri kynslóðina s.s. hoppukastali og hoppudýna, andlitsmálning og blöðrur. […]

Götusýning 2013

29 júl. 2013
Í tilefni Menningarnætur stendur Arion banki fyrir listsýningu á um 500 götuskiltum (strætóskýlum) á höfuðborgarsvæðinu dagana 20.–27. ágúst. Sýningin ber nafnið Götusýningin 2013 og verður einhver stærsta listsýning sem haldin hefur verið á landinu. Tilgangur sýningarinnar er að vekja athygli á og fagna þeirri grósku og sköpunarkrafti sem einkennir íslenskt listalíf og samfélagið allt. Það […]

Afslættir til félagsmanna – nýir samstarfsaðillar

4 júl. 2013
Nýir samstarfsaðillar hafa bæst í hóp þeirra sem veita félagsmönnum FBM afslætti í gegnum afsláttarkerfi Frímanns  t.d.  Arctic adventures,Bílaleiga Akureyrar, Hertz, Heimilistæki, Olís, Poolstofan Lágmúla o.fl. Félagsmenn FBM þurfa að framvísa félagsskírteini til að nýta afsláttinn. Sjá lista yfir fyrirtæki sem veita afslátt hér Fyrirtæki sem veita afslætti eiga að vera með afsláttarmerki Frímanns sýnilegt.  

Fjölskylduhátíð 2013

2 júl. 2013
Fjölskylduhátíð FBM og Miðdalsfélagsins verður haldin laugardaginn 3. ágúst n.k. í Miðdal. Hátíðin verður með hefðbundnu sniði og hefst kl 14.00 Körfuboltakeppni Handboltakeppni Minigolf Hoppukastali og hoppudýna Andlitsmálning og blöðrur Brenna og söngur verða kl. 21.30. Félagsmenn FBM eru hvattir til að fjölmenna á hátíðina Stjórn FBM

Samningur við Verkiðn

28 jún. 2013
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði samning við Verkiðn um ráðstöfun framlags vegna keppna í iðn- og verkgreinum. 27. júní undirrituðu Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Björn Ágúst Sigurjónsson formaður Verkiðnar samstarfssamning við Verkiðn um Íslandsmót iðn- og verkgreina árið 2014 og þátttöku íslenskra keppenda á World Skills í Brasilíu árið 2015. Samningurinn er […]

Heimsmeistaramót iðn- og verkgreina 2013

26 jún. 2013
Heimsmeistaramót iðn-og verkgreina verður haldið í 42 sinn í Leipzig 2.-7. júlí 2013. Alls hafa 1024 keppendur verið skráðir til leiks frá 54 þjóðum. Samhliða keppninni fara fram ráðstefnur og fundir um menntamál í iðn- og verkgreinum sem um 3.500 manns munu sækja. Laufey Dröfn Matthíasdóttir keppir í grafískri miðlun, með henni fer Hjörtur Guðnason […]

Póstlisti