Fréttir

Nýr þjónustusamningur IÐUNNAR og menntamálaráðuneytsins

4 feb. 2011
Þann 28. janúar s.l. undirrituðu Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri IÐUNNAR nýjan þjónustusamning milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og IÐUNNAR fræðsluseturs. Samningurinn tekur til umsýslu sveinsprófa, umsýslu, skráningar og eftirlits með samningum um vinnustaðanám auk framkvæmdar annarra lokaprófa svo sem fagprófa í iðngreinum.Samningurinn nær til bíliðngreina, byggginga- og mannvirkjagreina, hönnunar- og handverksgreina, matvæla- […]

Opinn fundur um atvinnumál

21 jan. 2011
Opinn fundur um atvinnumál Þriðjudaginn 25. janúar n.k. stendur ASÍ fyrir fundi um atvinnumál. Flutt verða áhugaverð erindi um horfurnar í atvinnumálum í bráð og til lengri tíma litið. Þá verður einnig farið yfir stöðu mála vítt og breitt um landið. Fundurinn er öllum opinn. Það eru atvinnumálanefnd ASÍ og umhverfisnefnd ASÍ sem boða til […]

Höfum opnað fyrir bókanir í orlofshús í apríl ...

13 jan. 2011
Nú er hægt að bóka orlofshús félagsins seinni hluta apríl mánaðar og allan maí. Einnig hefur verið opnað fyrir bókanir í íbúðinni í Ljósheimum 10, Reykjavík til enda júní 2011. Páskar verða í sérstakri úthlutun sem verður auglýst á næstu vikum. sjá orlofsvef félagsins hér

ASÍ fundar með ríkisstjórn um aðkomu að kjarasamningum

12 jan. 2011
Samninganefnd Alþýðusambandsins átti nú eftir hádegið fund með forystumönnum ríkisstjórnarinnar. Á fundinum kynnti samninganefndin þau atriði sem hún telur að ríkisstjórnin þurfi að koma að til að samningar geti tekist. Aðgerðaráætlunina sem kynnt var fyrir ríkisstjórn í dag má sjá hér

Samkomulag um hækkun frítekjumarks á lífeyrissjóðstekjur

10 jan. 2011
Samkomulag um hækkun frítekjumarks á lífeyrissjóðstekjur Landssamtök lífeyrissjóða og ríkisstjórnin hafa gert með sér samkomulag um að draga nú þegar úr víxlverkunum milli bóta almannatrygginga og lífeyrissjóðsgreiðsla og hækka frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur ellilífeyrisþega gagnvart almannatryggingum í áföngum á árunum 2013-2015. Sömuleiðis hafa þessir aðilar sammælst um að setja af stað vinnu við að finna varanlega […]

Skrifstofa FBM lokar í dag Þorláksmessu kl. 12.

23 des. 2010
Skrifstofa FBM lokar í dag Þorláksmessu kl. 12.00 við opnum aftur mánudaginn 27. desember kl. 10.00 Gleðileg jól   Starfsfólk FBM

Jólaleikrit og skemmtun 28. desember

14 des. 2010
FBM býður félagsmönnum sínum og börnum þeirra á jólaskemmtun þriðjudaginn 28. desember 2010 kl. 17-19 Jólaleikritið Jólin hennar Jöru verður sýnt.Jólasveinar mætar og skemmta börnunum og margt fleira. Skemmtun verður í félagsheimilinu Hverfisgötu 21 Aðgangur ókeypis Stjórn FBM

Atvinnuleitendur fá desemberuppbót

8 des. 2010
Atvinnuleitendur sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins fá eingreiðslu í desember samkvæmt tillögu Guðbjarts Hannessonar, félags- og tryggingamálaráðherra, sem ríkisstjórnin samþykkti í morgun. Full uppbót er 44.857 krónur en greiðsla hvers og eins reiknast í hlutfalli við rétt hans til atvinnuleysisbóta árið 2010. sjá nánar á vef Vinnumálastofnunnar www.vmst.is

Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík styrkir barnafjölskyldur

7 des. 2010
Hjálparstarf kirkjunnar veitir fjölmörgum ungum barnafjölskyldum aðstoð með matarúthlutun og einnig stuðning til að börn geti haldið áfram í tómstundastarfi og námi þegar fjölskyldan er mjög tekjulág eða hefur orðið fyrir fjárhagslegu áfalli. Fulltrúaráðið hefur veitt Hjálparstarfi kirkjunnar styrk að upphæð kr. 500.000 og verður hann einkum nýttur til þessa verkefnis í Reykjavík. Jónas Þórisson […]

Skrifstofa FBM verður lokuð í dag 3. desember ...

3 des. 2010
Skrifstofa FBM verður lokuð í dag 3. desember frá hádegi vegna jarðarfarar Ingibjargar R. Guðmundsdóttur fyrrverandi varaforseta ASÍ.   kveðja starfsfólk FBM

Póstlisti