Catégorie: Fréttir

Georg Páll Skúlason Formaður FBM 2014-2016

15. janúar, 2014

Fréttir

Eindagi til að skila inn framboðum til formanns í Félagi bókagerðarmanna rann út 10. janúar s.l. Eitt framboð barst, um Georg Pál Skúlason núverandi formann, hann telst því réttkjörinn formaður félagsins árin 2014-2016 Stjórn Félags bókagerðarmanna.

Hönnunarsjóður auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki

13. janúar, 2014

Fréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um ferðastyrki hönnunarsjóðs og hægt verður að sækja um í þessari atrennu til 17. febrúar 2014. Hver ferðstyrkur nemur 100.000 kr. Ef um fleiri en einn farþega er að ræða, í tilteknu verkefni, er hægt að sækja um fyrir alla farþegana í einni umsókn og nemur þá styrkupphæðin 100.000 kr. […]

Hækkið ekki !

9. janúar, 2014

Fréttir

Reykjavík 8. janúar 2014 Hækkið ekki! Ein helsta forsenda þeirra kjarasamninga sem gerðir voru 21. desember er að verðbólga verði lág þannig  að kaupmáttur í landinu aukist. Til þess að þetta takist er mikilvægt að opinberir aðilar og verslunar- og þjónustufyrirtæki haldi aftur af verðhækkunum á næstu misserum. Sveitarfélög vítt og breitt um landið hafa […]

Atvinnustaða félagsmanna FBM í desember 2013

4. janúar, 2014

Fréttir

Samkvæmt skilagrein frá Vinnumálastofnun í desember 2013 voru 25 aðilar eða 3,2% virkra félagsmanna 100% atvinnulausir í janúar og fá greitt úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Atvinnuleysi félaga í Félagi bókagerðarmanna hefur minnkað jafnt og þétt frá því sem það var hæst í ágúst 2009, en þá var atvinnuleysi 9,2%. í janúar 2013 mældist það 3,8% því hefur […]

Trúnaðarráð FBM samþykkir nýjan kjarasamning

23. desember, 2013

Fréttir

Trúnaðarráð FBM kom saman 23. desember og fjallaði um kjarasamning sem undirritaður var laugardaginn 21. desember milli ASÍ og SA. Niðurstaða fundarins var að Trúnaðarráð samþykkir samninginn og verður í kjölfarið efnt til póstkosningar meðal félagsmanna FBM sem starfa eftir kjarasamningi FBM og SA. Kosningin fer fram fyrstu vikurnar í janúar 2014 og verða úrslit […]

Jólakveðja

Fréttir

Félag bókagerðarmanna sendir félagsmönnum og fjölskyldum þeirra bestu kveðjur um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. kveðja starfsfólk FBM

Innlegg ASÍ og BSRB skipti sköpum varðandi desemberuppbótina

19. desember, 2013

Fréttir

Hugmyndir forystu ASÍ og BSRB um tilflutning á fjármunum frá Virk Starfsendurhæfingarsjóði yfir til Atvinnuleysistryggingasjóðs á þessu ári til að fjármagna desemberuppbót gegn því að fjármunum yrði varið til að tryggja ráðgjöf og vinnumiðlun við atvinnuleitendur á næsta ári var ráðandi þáttur í þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að greiða atvinnuleitendum desemberuppbót, eins og tíðkast hefur. Liður […]

Opnunartími yfir hátíðarnar

16. desember, 2013

Fréttir

Opnunartími skrifstofu FBM yfir hátíðarnar verður sem hér segir: 23. desember 9 – 16 24. desember LOKAÐ 25. desember LOKAÐ 26. desember LOKAÐ 27. desember 10-16 30. desember 10-16 2. janúar 13-16

Jólaskemmtun FBM 2013

13. desember, 2013

Fréttir

FBM býður félagsmönnum og börnum þeirra á jólaskemmtun sunnudaginn 15. desember kl. 14-16. leikritið Hans klaufi verður sýnt. Jólasveinar mæta og skemmta börnunum.Skemmtunin verður haldin í sal Rafiðnaðarskólans, Stórhöfða 27, 1.hæð, gengið inn Grafarvogsmegin (neðan við hús) Aðgangur ókeypis Stjórn FBM

Afgreiðsla styrkja í desember

Fréttir

Þeir félagsmenn sem vilja nýta sér styrki úr sjúkrasjóði og fræðslusjóði FBM fyrir árið 2013 er bent á að skila inn kvittunum í síðasta lagi 20. desember kl. 16. Síðasta greiðsla styrkja á árinu verður framkvæmd mánudaginn 23. desember. Starfsfólk FBM

Póstlisti