Fréttir

Atvinnustaða félagsmanna FBM í desember 2013

4 jan. 2014


Samkvæmt skilagrein frá Vinnumálastofnun í desember 2013 voru 25 aðilar eða 3,2% virkra félagsmanna 100% atvinnulausir í janúar og fá greitt úr Atvinnuleysistryggingasjóði.

Atvinnuleysi félaga í Félagi bókagerðarmanna hefur minnkað jafnt og þétt frá því sem það var hæst í ágúst 2009, en þá var atvinnuleysi 9,2%. í janúar 2013 mældist það 3,8% því hefur dregið úr atvinnuleysi meðal virkra félagsmanna á árinu.

Atvinnuleysi hér á landi í nóvember s.l. var 4,1% og er atvinnuleysi félaga í FBM því  lægra en landsmeðaltal.

Reykjavík, 4. janúar 2014.

Fh. Félags bókagerðarmanna

Georg Páll Skúlason, formaður

Til baka

Póstlisti