Fréttir

Um 79% af bókatitlum prentaðir á Íslandi

2 des. 2009
Bókasamband Íslands hefur gert könnun á prentstað íslenskra bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2009. Mikil fjölgun hefur orðið á prentun titla innanlands frá síðasta ári eða um 26% prósentustig. Um er að ræða hæsta hlutfall á prentun bókatitla innanlands frá því að könnun þessi var gerð fyrst árið 1998. Heildarfjöldi bókatitla […]

Jólakaffi eldri félaga

30 nóv. 2009
Jólakaffi eldri félaga FBM var haldið sunnudaginn 29. nóvember í félagsheimili FBM á Hverfisgötu 21.  Barnakór Hlíðaskóla kom og söng fyrir gesti og síðar las séra Hjálmar Jónsson upp úr bók sinni Hjartsláttur. Sjá myndir hér.

Desemberuppbót

30 nóv. 2009
Athygli er vakin á desemberuppbót, sem kemur til greiðslu 1.-15. desember n.k. Samkvæmt kjarasamningi FBM/SA skal upphæðin vera 45.600 til þeirra sem unnið hafa fullt starf 1.12.2008 til 30. 11. 2009. Starfsfólk með skemmri starfstíma skal fá greitt hlutfallslega miðað við starfstíma. Sjá nánar í kjarasamningum.

Framboðsfrestur vegna formannskjörs FBM

27 nóv. 2009
Uppástungur um formann Félags bókagerðarmanna fyrir kjörtímabilið 2010-2012 skulu hafa borist  skrifstofu félagsins fyrir kl. 16.30 þriðjudaginn  12. janúar 2010. Farið er með uppástungur í samræmi við lög félagsins. Tillögur um formann skulu studdar af minnst 20 en mest 50 félagsmönnum.

Réttindi Fæðingarorlofssjóðs skert

26 nóv. 2009
Miðstjórn ASÍ hefur fjallað um viðbótarsparnaðarkröfu sem gerð er á Fæðingarorlofssjóð vegna ársins 2010 upp á 1,2 milljarða kr. Það er skoðun miðstjórnar að með þessari sparnaðarkröfu sem kemur til viðbótar því sem áður hefur verið ákveðið sé með alvarlegum hætti vegið að því framsækna fæðingarorlofskerfi sem byggt hefur verið upp hér á landi frá […]

Nýtt eintak af Prentaranum væntanlegt á næstu dögum

16 nóv. 2009
1.tbl 2009 af Prentaranum er nýkomið út og ætti að berast öllum félagsmönnum á næstu dögum. Hægt er að nálgast vefútgáfu af blaðinu hér.

Af tilraun til kviksetningar Alþýðusambandsins

11 nóv. 2009
Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR, bloggaði í gær um kistulagningu ASÍ þar sem hann setur fram spurninguna ,,Er það rétt að ASÍ hafi átt frumkvæðið að frestun launahækkana?´´ og svarar síðan þessari spurningu með því að vitna til sérstaks minnisblaðs sem framkvæmdastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri SA (VE/HGS) tóku saman um viðræðurnar við ASÍ í lok […]

Rúnar og Ómar sigruðu tvímenningskeppni FBM

9 nóv. 2009
sem haldin var sunnudaginn 8. nóvember s.l.Tíu pör mættu til leiks. Keppt var um rétt til þátttöku á bridgehátíð Bridgesambands Íslands. Í fyrsta sæti urðu Rúnar Gunnarsson og Ómar Olgeirsson með 127 stig, í öðru sæti Sigurður Sigurjónsson og Guðmundur Sigurjónsson með 125 stig og í þriðja sæti Trausti Finnbogason og Guðmundur Pétursson með 120 stig. Spilastjóri var […]

Kjarasamningarnir halda – SA nýtti sér ekki uppsagnarákvæði

28 okt. 2009
Þrátt fyrir að ekki tækist að ná viðunandi lendingu við ríkisstjórnina um ásættanlegan grunn að áframhaldandi samstarfi um stöðugleikasáttmálann ákvað stjórn SA rétt fyrir miðnætti að nýta ekki uppsagnarákvæði okkar kjarasamninga og halda þeir því gildi sínu til loka nóvember árið 2010. Því mun koma til umsaminna launabreytinga 1. nóvember n.k. og 1. júní 2010. […]

Siggi Eggertsson grafískur hönnuður verðlaunaður

24 okt. 2009
Siggi hefur verið sérstaklega afkastamikill í starfi og hefur verið lýst í alþjóðlegum fagtímaritum sem upprennandi sjörnu myndskreytinga með sinn einstaka stíl. Hann hefur starfað fyrir fjöldamörg innlend sem alþjóðleg fyrirtæki s.s.12 Tóna, Listahátíðina Sequences, Coca Cola, H&M Divided, Nike, Wallpaper, Stussy, Wired Magazine o.fl. o.fl. auk þess sem að verk eftir Sigga hafa birst […]

Póstlisti