Fréttir

Vetrarleiga í orlofshúsum FBM

4 jan. 2010
Minnum á að vetrarleiga orlofshúsa er í fullum gangi, hægt er að panta hús með því að hringja á skrifstofu FBM í síma 552 8755 eða senda tölvupóst á  fbm(hjá)fbm.is. Í Miðdal eru fjögur hús. Á Akureyri eru tvær íbúðir til leigu. Í Reykjavík er ein íbúð til leigu. Við viljum vekja sérstaka athygli á […]

Atvinnustaða félagsmanna í nóvember 2009

29 des. 2009
Samkvæmt skilagrein frá Vinnumálastofnun fyrir nóvember 2009 voru 7,5% virkra félagsmanna 100% atvinnulausir og fá greitt úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Alls hafa um 4,6% félagsmanna fengið uppsögn á árinu 2009. Nokkur hluti er enn að vinna uppsagnarfrest og munu væntanlega fara á atvinnuleysisbætur um áramót, en allnokkrir hafa þegar fengið aðra vinnu eða eru farnir í nám. […]

Kauphækkanir taka gildi frá 1.nóv 2009

8 des. 2009
Hækkun almennra kauptaxta kemur til framkvæmda 1. nóvember 2009.  Hækkanir þessar gilda um nóvemberlaun. Kauptaxtar iðnsveina hækka um  8.750 kr. á mánuði og kauptaxtar aðstoðarmanna um 6.750 kr. á mánuði. 3,5% launaþróunartrygging kemur einnig  til framkvæmda 1. nóvember 2009 vegna þeirra sem ekki eru á kauptöxtum og hafa ekki fengið neina launahækkun á tímabilinu 1. […]

Mæðrastyrksnefnd fær 500.000 króna styrk

4 des. 2009
F.v. Georg Páll Skúlason, Margrét K. Sigurðardóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og Guðmundur Þ. Jónsson. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík hefur veitt Mæðrastyrksnefnd styrk að upphæð kr. 500.000,-. Georg Páll Skúlason gjaldkeri og Guðmundur Þ. Jónsson formaður Fulltrúaráðsins afhentu Ragnhildi G. Guðmundsdóttur formanni og Margréti K. Sigurðardóttur fjármálastjóra nefndarinnar styrkinn þann 3. desember 2009.Matarúthlutun Mæðrastyrksnefndar er á […]

Um 79% af bókatitlum prentaðir á Íslandi

2 des. 2009
Bókasamband Íslands hefur gert könnun á prentstað íslenskra bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2009. Mikil fjölgun hefur orðið á prentun titla innanlands frá síðasta ári eða um 26% prósentustig. Um er að ræða hæsta hlutfall á prentun bókatitla innanlands frá því að könnun þessi var gerð fyrst árið 1998. Heildarfjöldi bókatitla […]

Jólakaffi eldri félaga

30 nóv. 2009
Jólakaffi eldri félaga FBM var haldið sunnudaginn 29. nóvember í félagsheimili FBM á Hverfisgötu 21.  Barnakór Hlíðaskóla kom og söng fyrir gesti og síðar las séra Hjálmar Jónsson upp úr bók sinni Hjartsláttur. Sjá myndir hér.

Desemberuppbót

30 nóv. 2009
Athygli er vakin á desemberuppbót, sem kemur til greiðslu 1.-15. desember n.k. Samkvæmt kjarasamningi FBM/SA skal upphæðin vera 45.600 til þeirra sem unnið hafa fullt starf 1.12.2008 til 30. 11. 2009. Starfsfólk með skemmri starfstíma skal fá greitt hlutfallslega miðað við starfstíma. Sjá nánar í kjarasamningum.

Framboðsfrestur vegna formannskjörs FBM

27 nóv. 2009
Uppástungur um formann Félags bókagerðarmanna fyrir kjörtímabilið 2010-2012 skulu hafa borist  skrifstofu félagsins fyrir kl. 16.30 þriðjudaginn  12. janúar 2010. Farið er með uppástungur í samræmi við lög félagsins. Tillögur um formann skulu studdar af minnst 20 en mest 50 félagsmönnum.

Réttindi Fæðingarorlofssjóðs skert

26 nóv. 2009
Miðstjórn ASÍ hefur fjallað um viðbótarsparnaðarkröfu sem gerð er á Fæðingarorlofssjóð vegna ársins 2010 upp á 1,2 milljarða kr. Það er skoðun miðstjórnar að með þessari sparnaðarkröfu sem kemur til viðbótar því sem áður hefur verið ákveðið sé með alvarlegum hætti vegið að því framsækna fæðingarorlofskerfi sem byggt hefur verið upp hér á landi frá […]

Nýtt eintak af Prentaranum væntanlegt á næstu dögum

16 nóv. 2009
1.tbl 2009 af Prentaranum er nýkomið út og ætti að berast öllum félagsmönnum á næstu dögum. Hægt er að nálgast vefútgáfu af blaðinu hér.

Póstlisti