Fréttir

Launahækkanir 1. júní 2010 og orlofsuppbót

14 maí. 2010
Launahækkanir 1. júní 2010.Samkvæmt kjarasamningum Félags bókagerðarmanna og Samtaka atvinnulífsins og Félags grafískra teiknara og Samtaka íslenskra auglýsingastofa þá kemur2,5% almenn launahækkun til framkvæmda 1. júní 2010. Einnig koma til hækkanir á kauptöxtum sem gefnir verða út sérstaklega. Orlofsuppbót.Samkvæmt kjarasamningi FBM-SA kemur til greiðslu orlofsuppbótar 1. júní næstkomandi. Upphæðin skal vera 25.800 kr. til þeirra […]

Félagsfundur

14 maí. 2010
Boðað er til félagsfundar fimmtudaginn 20. maí kl. 17.00 í félagsheimilinu Hverfisgötu 21. Dagskrá: * Stefnumótun ASÍ í lífeyrismálum, drög að stefnumótun er hægt að nálgast hér * Staða Sameinaða lífeyrissjóðsins og málefni fyrir aðalfund sjóðsins sem haldinn verður 27. maí n.k. * Önnur mál Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Reykjavík 14. maí 2010 […]

Lausar vikur í orlofshúsum FBM

4 maí. 2010
Opnað verður fyrir bókanir á þeim vikum sem ekki gengu út í sumarúthlutun eða var skilað inn aftur fimmtudaginn 6.maí kl. 10.00.  Þá geta félagsmenn bókað og greitt fyrir lausar vikur í orlofshúsunum í sumar á nýjum orlofsvef félagsins. Ekki er endurúthlutað til þeirra sem sóttu um en fengu ekki hús í sumarúthlutun heldur gildir […]

Sumarúthlutun orlofshúsa 2010

3 maí. 2010
Sumarúthlutun orlofshúsa 2010 er lokið. Alls bárust 183 umsóknir um orlofshús. Ásókn í hús félagsins hefur aukist mikið frá síðustu árum. 99 vikur voru í boði í orlofshúsum og orlofsíbúðum FBM. Alls gengu 88 vikur út í úthlutunininni. Þeir sem að fengu úthlutað hafa frest til 5. maí til að ganga frá greiðslu og verða […]

Orlofsuppbót 2010 ber að greiða 1. júní

23 apr. 2010
Orlofsuppbót 2010 ber að greiða 1. júní næstkomandi. Uppbótin greiðist miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl  eða eru í starfi 1. maí. Iðnnemar sem að eru í fullu starfi hjá fyrirtæki á námstíma eiga […]

Kjarasamningur FGT-deildar FBM við SÍA

21 apr. 2010
Atkvæðagreiðslu um nýgerðan kjarasamning FGT-deildar við SÍA er lokið.Talning atkvæða um kjarasamninginn fór fram 20. apríl 2010.Á kjörskrá voru 50Alls bárust 7 atkvæði (14%) Já sögðu 6 (85,7%)Nei sögðu 1 (14,3%) Kjarasamningurinn er því samþykktur.

Litlaprent sigraði Knattspyrnumót FBM 2010.

21 apr. 2010
Knattspyrnumót FBM var haldið laugardaginn 17. apríl s.l. í Haukahúsinu á Ásvöllum í Hafnarfirði. 6 lið mættu til leiks og voru liðin skipuð 5 leikmönnum ásamt varamönnum. Leiknir voru 12 mínútna leikir og léku allir við alla.  Aðaldómari mótsins var Ómar Bruno Ólafsson og mótsnefnd skipuðu, Georg Páll Skúlason, Oddgeir Þór Gunnarsson og Óskar Jakobsson. […]

Uni Global union ályktar um efnahagshrunið

20 apr. 2010
Philip Jenning forseti Uni Global union heimsótti Ísland daganna 12-18 apríl. Hann var gestur á norrænni ráðstefnu starfsfólks í fjármálafyrirtækjum. Uni Global union sendi frá sér ályktun um efnahagshrunið sem má lesa á heimasíðu samtakanna hér.

Kjarakönnun FBM og SI 2010 niðurstöður

19 apr. 2010
Kjarakönnun FBM og SI er lokið. Þátttaka var mjög góð eða 61% sem er veruleg aukning milli kannana en í síðustu könnun sem framkvæmd var árið 2007 var þátttaka 35%. Sjá helstu niðurstöður hér

Morgunblaðið sigraði knattspyrnumót FBM

6 apr. 2010
Knattspyrnumót FBM var haldið laugardaginn 22. apríl í Fífunni í Kópavogi. 11 lið mættu til leiks og spilað var í tveimur riðlum. Morgunblaðið sigraði Plastprent í úrslitaleik en til að knýja fram úrlslit þurfti vítaspyrnukeppni til og samtals 18 vítaspyrnur en leikurinn endaði 6 – 5. Í þriðja sæti var lið PMT.

Póstlisti