Fréttir

Bylting í forvinnslu í prentverki

11 jún. 2010
Um mitt árið 2008 var settur saman vinnuhópur á vegum Samtaka iðnaðarins sem fékk það verkefni að leita leiða til að einfalda og bæta vinnu hönnuða og ljósmyndara í forvinnslu fyrir prentverk. Verkefnið fékk vinnuheitið RGB-vinnsluferli, og eins og nafnið ber með sér gekk það út á að hverfa frá hina flókna CMYK vinnulagi, þar […]

Endurskoðuð hagspá ASÍ – botninum náð í árslok

10 jún. 2010
Í endurskoðaðri spá hagdeildar ASÍ um horfur í efnahagsmálum til ársins 2013 er gert ráð fyrir heldur minni samdrætti í efnahagslífinu en áður þó enn sé staðan erfið og svigrúm heimila og fyrirtækja mjög takmarkað. Hagdeildin spáir því að landsframleiðslan dagist saman um 4,8 % í ár, sem sem er ívíð minna en gert var […]

Nýr kauptaxti gildir frá 1. júní 2010

10 jún. 2010
Samkvæmt kjarasamningi FBM og SA tekur nýr kauptaxti gildi 1. júní næstkomandi, einnig verða breytingar á félagsgjöldum. Breyting félagsgjalda frá 1. júní 2010. Almennt félagsgjald breytist í 4.560 kr á mánuði. Félagsgjald aðstoðarfólks verður 3.610 kr á mánuði. Félagsgjald iðnnema verður 3.040 kr. á mánuði. Félagsgjald fyrir hlutastarf verður 2%, en hámarki 4.560 kr á […]

Viltu selja!

8 jún. 2010
Óska eftir sumarhúsi í Miðdal. Ef þú hefur áhuga á að selja þá gæti ég verið kaupandinn.   Hafðu samband, Katrín gsm. 847 0701

Frí sund- og bókasafnskort fyrir atvinnuleitendur

27 maí. 2010
Frí sund- og bókasafnskort fyrir atvinnuleitendur á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum þann 20. apríl sl. að atvinnuleitendur í Reykjavík og fólk sem nýtur fjárhagsaðstoðar til framfærslu fái frían aðgang að sundstöðum borgarinnar og frí notendakort í Borgarbókasafni Reykjavíkur og útibúum þess til ársloka 2010. Þeir sem vilja nýta sér tilboðið […]

Sumarbústaður í Miðdal óskast

27 maí. 2010
Óskum eftir að kaupa sumarbústað í landi Miðdals. Upplýsingar í síma 8439017 og 8610679.

Tjaldsvæðið í Miðdal opnar

20 maí. 2010
Tjaldsvæðið í Miðdal verður opnað nú um Hvítasunnuhelgina. Í Miðdal er glæsilegt tjaldsvæði með góðu þjónustuhúsi með salernis- og sturtuaðstöðu. Gott leiksvæði er við tjaldsvæðið þar sem eru leiktæki fyrir börn; ærslabelgur, körfuboltavöllur og minigolf. Félagsmenn greiða 1.200 kr. á tjald, pr. nótt gegn framvísun félagsskírteinis en utanfélagsaðilar greiða kr. 1.800 á tjald pr. nótt.  […]

Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins fimmtudaginn 27. maí kl. 16

19 maí. 2010
Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 27. maí nk. kl. 16.00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Allir sjóðfélagar, lífeyrisþegar og launagreiðendur sem greiða til sjóðsins eiga rétt til setu á fundinum. Nánari upplýsingar s.s. dagskrá, ársskýrslu 2009, Tillögur að breytingum á samþykktum má nálgast á vef Sameinaða lífeyrissjóðsins www.lifeyrir.is

Ný lög um vinnustaðaskilríki

19 maí. 2010
11. maí 2010 voru samþykkt lög á Alþingi þess efnis að allir starfsmenn og atvinnurekendur í byggingariðnaði og veitingarekstri skuli bera vinnustaðaskírteini á sér við störf sín. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra bar fram tillöguna og var hún samþykkt. Mögleiki er að fleiri atvinnugreinar taki þessi skírteini upp þegar að fram líða stundir. Í kjarasamningum ASÍ […]

Svanurinn 20 ára á Íslandi

19 maí. 2010
Kynning á svaninum þessa dagana – Heilsan og umhverfið Norræna umhverfismerkið Svanurinn fagnar 20 ára afmæli sínu í ár. Jafnhliða því hefur Svanurinn náð þeim merka áfanga að alls er búið að veita 2000 Svansleyfi fyrir ýmis konar vörur og þjónustu. Það er ánægjulegt að elsti leyfishafinn svansvottunar á Íslandi, er prentsmiðjan GuðjónÓ sem fékk […]

Póstlisti