Sumarúthlutun orlofshúsa 2010
3 maí. 2010
Sumarúthlutun orlofshúsa 2010 er lokið. Alls bárust 183 umsóknir um orlofshús. Ásókn í hús félagsins hefur aukist mikið frá síðustu árum.
99 vikur voru í boði í orlofshúsum og orlofsíbúðum FBM. Alls gengu 88 vikur út í úthlutunininni.
Þeir sem að fengu úthlutað hafa frest til 5. maí til að ganga frá greiðslu og verða þær vikur sem að skilað verður inn fyrir þann tíma settar inn á orlofsvefinn. Opnað verður fyrir bókanir á lausum vikum kl. 10.00, 6.maí. Ekki verður endurúthlutað til þeirra sem að sóttu um en fengu ekki í úthlutuninni og enginn biðlisti verður í gangi heldur gildir þá fyrstur kemur fyrstur fær og geta félagsmenn þá pantað og gengið frá greiðslu strax með kreditkorti á vefnum.
sjá orlofsvef félagsins hér