Fréttir

Litlaprent sigraði Knattspyrnumót FBM 2010.

21 apr. 2010

Knattspyrnumót FBM var haldið laugardaginn 17. apríl s.l. í Haukahúsinu á Ásvöllum í Hafnarfirði. 6 lið mættu til leiks og voru liðin skipuð 5 leikmönnum ásamt varamönnum. Leiknir voru 12 mínútna leikir og léku allir við alla. 

Aðaldómari mótsins var Ómar Bruno Ólafsson og mótsnefnd skipuðu, Georg Páll Skúlason, Oddgeir Þór Gunnarsson og Óskar Jakobsson.

fgull
Gulllið Litlaprents

fsilfur
Silfurlið Morgunblaðsins

fbrons
Bronslið Odda

Til baka

Póstlisti