Heimsmeistaramót iðn- og verkgreina 2013
26 jún. 2013
Heimsmeistaramót iðn-og verkgreina verður haldið í 42 sinn í Leipzig 2.-7. júlí 2013. Alls hafa 1024 keppendur verið skráðir til leiks frá 54 þjóðum. Samhliða keppninni fara fram ráðstefnur og fundir um menntamál í iðn- og verkgreinum sem um 3.500 manns munu sækja. Laufey Dröfn Matthíasdóttir keppir í grafískri miðlun, með henni fer Hjörtur Guðnason prentsmiður sem hefur þjálfað Laufey fyrir keppnina. Börkur Guðmundsson keppir í rafvirkjun, Lena Magnúsdóttir keppir í hársnyrtiiðn og Þorri Pétur Þorláksson sem keppir í pípulögn.
Gert er ráð fyrir að um 200.000 gestir munu heimsækja keppnina sjálfa sem verður hin glæsilegastaÍslensku keppendurnir sem fara til Leipzig og taka þátt í WorldSkills.
Hægt er að fylgjast með fréttum af keppninni á facebook síðu Verkiðnar