Fréttir

Samningur við Verkiðn

28 jún. 2013

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði samning við Verkiðn um ráðstöfun framlags vegna keppna í iðn- og verkgreinum.

27. júní undirrituðu Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Björn Ágúst Sigurjónsson formaður Verkiðnar samstarfssamning við Verkiðn um Íslandsmót iðn- og verkgreina árið 2014 og þátttöku íslenskra keppenda á World Skills í Brasilíu árið 2015. Samningurinn er liður í að auka sýnileika iðn- og starfsmenntunar og bæta ímynd iðn- og verkgreina. Verkiðn eru samtök um keppnir í iðn- og verkgreinum á Íslandi – SkillsIceland. Markmið þeirra er að auka sýnileika iðn- og starfsmenntunar, bæta ímynd iðn- og verkgreina, halda Íslandsmót iðn- og verkgreina annað hvert ár og vekja athygli á tækifærum sem felast í námi og starfi í þessum greinum. Auk þess eru samtökin samstarfsaðili við erlenda aðila og samtök sem vinna á sama grunni. Verkiðn skipuleggur þátttöku Íslands í World Skills – heimsmeistaramóti iðn- og starfsnámsnemenda. Aðild að Verkiðn eiga fagfélög launamanna og atvinnurekenda, hagsmunasamtök iðnaðarmanna og framhaldsskóla eða samtök þeirra. Samtök nemenda í framhaldsskólum (SÍF) eiga rétt á fulltrúa í fulltrúaráði með málfrelsi og tillögurétt. Í tilefni af undirritunun samningsins hélt ráðherra móttöku fyrir íslensku keppendurna, sem munu etja kappi við erlenda keppendur á World Skills keppninni í Leipzig í Þýskalandi í næstu viku.

Til baka

Póstlisti