Ný leiktæki – fjölskylduhátíðin í Miðdal
1 ágú. 2013
Nýr leik kastali hefur verið reistur á tjaldsvæðinu í Miðdal, sem mun leysa eldri kastala af hólmi.
Mjög góð þátttaka var á fjölskylduhátíð FBM og Miðdalsfélagsins laugardaginn 3. ágúst s.l.. í Miðdal.
Keppt var í körfuboltakeppni, handboltakeppni og Minigolfi. Einnig var í boði ýmis afþreying fyrir yngri kynslóðina s.s. hoppukastali og hoppudýna, andlitsmálning og blöðrur. Allir fengu kók og prins.
Hátíðin endaði með brennu og söng um kvöldið. Allt gekk vel en það gustaði dálítið í Miðdalnum.