Fréttir

Götusýning 2013

29 júl. 2013

Í tilefni Menningarnætur stendur Arion banki fyrir listsýningu á um 500 götuskiltum (strætóskýlum) á höfuðborgarsvæðinu dagana 20.–27. ágúst. Sýningin ber nafnið Götusýningin 2013 og verður einhver stærsta listsýning sem haldin hefur verið á landinu.

Tilgangur sýningarinnar er að vekja athygli á og fagna þeirri grósku og sköpunarkrafti sem einkennir íslenskt listalíf og samfélagið allt.

Það er von okkar að a.m.k. 500 verk berist á sýninguna, en verði þau fleiri mun dómnefnd velja þau sem fara á skiltin.

Öll verk sem send verða inn verða einnig birt á vef Götusýningarinnar á arionbanki.is, en þar verða einnig upplýsingar um verkin, höfunda þeirra og hvar þau eru staðsett.

Það er auðvelt að senda verk á sýninguna. Það er gert á arionbanki.is, en þar er einnig að finna allar upplýsingar um form, upplausn og annað sem skiptir máli.

Við hvetjum alla listamenn og hönnuði landsins til að taka þátt í þessari einstöku sýningu.

Til baka

Póstlisti