Nýtt dreifnám í margmiðlunarhönnun
8 ágú. 2013
Borgarholtsskóli býður upp á metnaðarfullt dreifnám í margmiðlun sem er sérsniðið að þörfum þeirra sem eru í vinnu eða öðru námi. Námið nýtist öllum sem vilja ná tökum á upplýsingatækninni til marksækinnar miðlunar. Ekki síst er námið gagnlegt kennurum, fjölmiðlafólki, myndlistarmönnum, kynningarfulltrúum, starfsmönnum upplýsingamiðstöðva á borð við bókasöfn og þeim sem vinna við upplýsingamiðlun á vegum stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka. Fyrir þá sem lokið hafa framhalds- eða háskólanámi er námið vel til þess fallið að auka færni í starfi eða auka starfsmöguleika. Námið er á 4. þrepi sem gerir háskólum mögulegt að meta námið til háskólaeininga (ECTS-eininga) en það er þó alfarið komið undir viðkomandi háskólastofnun komið. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærileg menntun.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar má nálgast á dreifnámsvef Borgarholtsskóla.
umsóknarfrestur er til 12. ágúst
sjá nánar hér