Fréttir

Framtíð miðlunarstarfa

13 okt. 2015
Ráðstefna á vegum EGIN (European Graphic/Media Industry Network) og IÐUNNAR fræðsluseturs um framtíð miðlunarstarfa fer fram í Reykjavík þann 22. og 23. október næstkomandi. Sjá nánar hér

Bókin í rafheimum – er ástæða til að ...

1 okt. 2015
Föstudaginn 2. október verður haldið opið málþing um mögulega framtíð bóka á íslensku í stafrænum heimi. Þingið verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns og stendur frá kl. 13 – 17. Málþingið er öllum opið og frítt inn. Þingið er samstarfsverkefni Rithöfundasambands Íslands, Félags íslenskra bókaútgefenda, Hagþenkis, Landsbókasafns Íslands, Borgarbókasafns, Miðstöðvar íslenskra bókmennta og Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO. […]

Arnar Olsen Richardsson golfmeistari Grafíu 2015

18 ágú. 2015
Miðdalsmótið, golfmót Grafíu – stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum fór fram á golfvelli Dalbúa í Miðdal 8. ágúst. Í tilefni þess að 20 ár var síðan mótið hóf göngu sína í Miðdal var haldið sérstaklega uppá það með veglegri verðlaunum og teiggjöf. 29 þátttakendur mættu til leiks.Keppt var skv. punktakerfi með forgjöf. Einnig var keppt […]

Kjarasamningur Grafíu og SÍA/FA samþykktur með 85% atkvæða

30 júl. 2015
Kosningu um kjarasamning Grafíu/FBM og Samtaka íslenskra auglýsingastofa/FA lauk kl. 12 fimmtudaginn 30. júlí. Á kjörskrá voru 71, 20 kusu eða 28.2%. Já sögðu 17 eða 85%, nei sögðu 2 eða 10% og 1 tók ekki afstöðu eða 5%. Samningurinn telst því samþykktur.

Fjölskylduhátíð Grafíu 1. ágúst 2015

30 júl. 2015
Árleg fjölskylduhátíð Grafíu og Miðdalsfélagsins verður haldin á orlofssvæði félagsins í Miðdal laugardaginn 1.ágúst. Sjá nánari dagskrá hér * Félagsmenn þurfa að framvísa skilríki og/eða félagsskírteini við komu.* Hver félagsmaður má hafa gesti með sér á tjaldsvæðinu, þrjár einingar fyrir utan sína eigin, samtals 4 einingar með einingu félagsmanns (húsbílar, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagn eða tjöld […]

Golfmót Grafíu – 20 ára afmælismót Lokadagur skráningar ...

29 júl. 2015
Árlegt golfmót Grafíu Miðdalsmótið verður haldið laugardaginn 8. ágúst n.k. á golfvelli Dalbúa í Miðdal. Skráning fer fram á skrifstofu Grafíu í síma 552 8755,  netfang, hronn@fbm.is, einnig er hægt að skrá sig á golf.is sjá nánari dagskrá hér

Kjarasamningur Grafíu/FBM og SA samþykktur með 76,2% atkvæða

15 júl. 2015
Kosningu um kjarasamning Grafíu/FBM og Samtaka atvinnulífsins lauk kl. 12 í dag 15. júlí. Á kjörskrá voru 609, 353 kusu eða 56%. Já sögðu 260 eða 76,2%, nei sögðu 74 eða 21,7% og 7 tóku ekki afstöðu eða 2,1%. Skv. niðurstöðunni var kjarasamningurinn samþykktur.    

Félagsfundur FGT deildar

9 júl. 2015
Boðað er til félagsfundar á Stórhöfða 31, 1. hæð (gengið inn Grafarvogsmeginn)  þriðjudaginn 14. júlí kl. 16.30 Dagskrá 1.       Kynning á nýgerðum kjarasamningi Grafíu – stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum og Sambands íslenskra auglýsingastofa/Félags atvinnurekenda vegna grafískra hönnuða. 2.       Kynning á rafrænni atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn 3.       Önnur mál Grafískir hönnuðir eru hvattir til að mæta á fundinn og […]

Kjarasamningar Grafíu og SÍA/FA undirritaðir

8 júl. 2015
Kjarasamningur Grafíu og Samtaka íslenskra auglýsingastofa/Félags atvinnurekenda vegna grafískra hönnuða/teiknara voru undirritaðir 8. júlí. Samningurinn er á sambærilegum nótum og kjarasamningur Grafíu og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaður var fyrir skömmu síðan. Gildistími er frá 1. maí s.l. og gildir til 31. desember 2018. Kjarasamningurinn verður sendur til félagsmanna ásamt kynningu og leiðbeiningum um rafræna kosningu […]

Hlaupið heim til styrktar langveikum börnum

4 júl. 2015
Óskar R. Jakobsson, prentari, starfsmaður í Pixel og stjórnarmaður í Grafíu og félagi hans Gísli Einar Árnason ætla að hlaupa dagana 3. – 11. júlí frá Reykjavík til Akureyrar yfir hálendið, þeir hlaupa um 40-50 km á dag. Þetta gera þeir til að vekja athygli á stöðu langveikra barna og safna peningum til styrktar þeim. […]

Póstlisti