Fréttir

Kjarasamningar Grafíu og SÍA/FA undirritaðir

8 júl. 2015

Kjarasamningur Grafíu og Samtaka íslenskra auglýsingastofa/Félags atvinnurekenda vegna grafískra hönnuða/teiknara voru undirritaðir 8. júlí.

Samningurinn er á sambærilegum nótum og kjarasamningur Grafíu og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaður var fyrir skömmu síðan.

Gildistími er frá 1. maí s.l. og gildir til 31. desember 2018.

Kjarasamningurinn verður sendur til félagsmanna ásamt kynningu og leiðbeiningum um rafræna kosningu á næstu dögum.

Kosning stendur til 30. júlí og verður niðurstaða kynnt hér á vef félagsins 31. júlí.

Kjarasamninginn má nálgast hér

Til baka

Póstlisti