Fréttir

Desemberuppbót 2014

2 des. 2014
Athygli er vakin á desemberuppbót, sem kemur til greiðslu 1.-15. desember n.k. Samkvæmt kjarasamningi FBM/SA og FBM-FGT/SÍA skal upphæðin vera kr. 73.600 til þeirra  sem unnið hafa fullt starf 1.12.2013 til 30.11.2014. Starfsfólk með skemmri starfstíma skal fá greitt hlutfallslega miðað við starfstíma. Sjá nánar í kjarasamningum.

JÓLASKEMMTUN FBM 2014

1 des. 2014
Sunnudaginn 14. desember verður jólaskemmtun fyrir félagsmenn og börn þeirra. Jólasveinar mæta með söng og gleði, einnig verður boðið upp á leiksýningu fyrir börn á aldrinum 2 – 9 ára. Sjá nánar

Niðurstöður launakönnunar FBM og Samtaka iðnaðarins 2014

26 nóv. 2014
  Capacent Gallup gerði launakönnun fyrir FBM og SI á tímabilinu 04. mars – 22. mars 2013 með það að markmiði að kanna laun og starfskjör félagsmanna í Félagi bókagerðarmanna 

BRIDGEMÓT 2014

25 nóv. 2014
Bridgemót verður á vegum FBM, laugardaginn 13. desember kl. 13 í húsakynnum þeirra á Stórhöfða 31. Sjá nánar

10% fækkun titla, 59,1% af bókatitlum prentaðir á ...

25 nóv. 2014
Bókasamband Íslands gerði könnun á prentstað íslenskra bóka í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2014. Fjöldi titla prentaðir hér á landi eru 377, fækkar um 64 frá fyrra ári en sem hlutfall af heild dregst það lítillega saman milli ára 59,1% í ár en árið 2013 62,6%. Heildarfjöldi prentaðra bókatitla er 638 í Bókatíðindunum en var […]

Sveigjanleg starfslok – ráðstefna

25 nóv. 2014
Þriðjudaginn 25. nóvember stendur ASÍ, Landssamtök lífeyrissjóða, Félag eldri borgara, SA og fleiri fyrir ráðstefnu á Hótel Natura um sveigjanleg starfslok og atvinnumál 60 ára og eldri.   Dagskrá ráðstefnunnar. Sjá hér.

Eggert Ísólfsson sigraði á Hraðskákmóti FBM 2014

24 nóv. 2014
Árlegt skákmót FBM var haldið sunnudaginn 23. nóvember. Þátttakendur voru sex. Eggert Ísólfsson sigraði mótið með 9 vinninga af 10 mögulegum. Í öðru sæti var Georg Páll Skúlason með 8 vinninga og í þriðja sæti var Haraldur Haraldsson með 6 vinninga. Tefldar voru 5 mínútna skákir allir við alla tvöföld umferð.  F.v. Eggert Ísólfsson sigurvegari […]

Félagsfundur Akureyri 21. nóvember kl. 12

12 nóv. 2014
Boðað er til félagsfundar föstudaginn 21. nóvember n.k. kl. 12 á Greifanum Glerárgötu Akureyri   Dagskrá: 1. Kynning á kjarakönnun FBM og Samtaka iðnaðarins 2014 (gerð í október s.l.) 2. Önnur mál Félagsmenn eru hvattir til að mæta Stjórn Félags bókagerðarmanna

Hraðskákmót FBM 23. nóvember 2014

11 nóv. 2014
verður haldið sunnudaginn 23. nóvember kl. 20.00 á Stórhöfða 31, 1.hæð, gengið inn neðan við hús. Bókaverðlaun. Skráning í síma 552 8755 og fbm@fbm.is

Ályktanir frá 41. þingi ASÍ

10 nóv. 2014
Á 41. þingi ASÍ var umsvifamikil málefnavinna fram í mörgum hópum þar sem notast var við svokallað þjóðfundarfyrirkomulag. Þar voru þrjú megin þemu þingsins öll undir, þ.e. velferðin, kjaramál og áskoranir á íslenskum vinnumarkaði. Á lokadegi þingsins var málefnavinnan dregin saman í ályktanir sem lagðar voru fyrir þingfulltrúa. Eftirfarandi ályktanir 41. þings ASÍ voru samþykktar […]

Póstlisti