Fréttir

Arnar Olsen Richardsson golfmeistari Grafíu 2015

18 ágú. 2015

Miðdalsmótið, golfmót Grafíu – stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum fór fram á golfvelli Dalbúa í Miðdal 8. ágúst. Í tilefni þess að 20 ár var síðan mótið hóf göngu sína í Miðdal var haldið sérstaklega uppá það með veglegri verðlaunum og teiggjöf. 29 þátttakendur mættu til leiks.
Keppt var skv. punktakerfi með forgjöf. Einnig var keppt í höggleik án forgjafar um Postillonbikarinn. Eftir kaffiveitingar var keppendum raðað á teiga og hófst mótið kl. 11.00 undir stjórn Eiríks Þorlákssonar dómara og Georgs Páls Skúlasonar. Allir þátttakendur fengu afhenta teiggjöf sem var golfregnhlíf frá Grafíu. 
Hvítlist var aðalstuðningsaðili mótsins sem og undanfarin ár en Fontana, gufubaðið á Laugarvatni og Héraðsskólinn á Laugarvatni gáfu einnig verðlaun. Færum við stuðningsaðilum bestu þakkir fyrir stuðninginn.
Arnar Olsen Richardsson varð meistari Grafíu. Sigraði punktakeppnina með forgjöf á 27 punktum í öðru sæti varð Aðalsteinn Örnólfsson með 26 punkta og í þriðja sæti varð Tryggvi Kristinn Rúnarsson með 25 punkta. Skv. reglum mótsins geta aðeins félagsmenn Grafíu hlotið verðlaun í punktakeppninni en gestir geta unnið önnur verðlaun.
Postillon bikarinn, fyrstu verðlaun án forgjafar vann Unnur Sæmundsdóttir á 90 höggum, í öðru sæti varð Aðalsteinn Örnólfsson á 94 höggum og í þriðja sæti varð Tryggvi Kristinn Rúnarsson á 96 höggum en hann var með besta skor á seinni hring af þeim þremur keppendum sem spiluðu á 96 höggum en það voru einnig Konráð Jónsson og Arnar Ölsen Richardsson. 
Lengsta teighögg karla á 3./12. braut átti Arnar Olsen Richardsson.
Lengsta teighögg kvenna á 3./12. braut átti Unnur Sæmundsdóttir. 
Næst holu á 5./14. braut var Theodór J. Guðmundsson, 2,69 m.
Næst holu á 8./17. braut var Theodór J. Guðmundsson, 2,12 m. 
Auk þess var dregið úr skorkortum og flestir keppendur fengu verðlaun. Í mótslok, var boðið upp á léttar veitingar sem þátttakendur nutu eftir frábæran og skemmtilegan keppnisdag.

f.v. Aðalsteinn, Unnur, Arnar, Theodór og Tryggvi.

photo 20    IMG 0952

IMG 0957   IMG 0976

IMG 0975   IMG 0969

 

Til baka

Póstlisti