Fréttir

Bókin í rafheimum – er ástæða til að óttast eða fagna?

1 okt. 2015

Föstudaginn 2. október verður haldið opið málþing um mögulega framtíð bóka á íslensku í stafrænum heimi. Þingið verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns og stendur frá kl. 13 – 17. Málþingið er öllum opið og frítt inn. Þingið er samstarfsverkefni Rithöfundasambands Íslands, Félags íslenskra bókaútgefenda, Hagþenkis, Landsbókasafns Íslands, Borgarbókasafns, Miðstöðvar íslenskra bókmennta og Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO.

 

Sjá nánar á:

Til baka

Póstlisti