Fréttir

Hlaupið heim til styrktar langveikum börnum

4 júl. 2015

Óskar R. Jakobsson, prentari, starfsmaður í Pixel og stjórnarmaður í Grafíu og félagi hans Gísli Einar Árnason ætla að hlaupa dagana 3. – 11. júlí frá Reykjavík til Akureyrar yfir hálendið, þeir hlaupa um 40-50 km á dag. Þetta gera þeir til að vekja athygli á stöðu langveikra barna og safna peningum til styrktar þeim. Sjá allar nánari upplýsingar á facebook síðu þeirra hér

 

photo 2

Þeir félagar hlupu framhjá Miðdal snemma í morgun 4. júlí, á myndinni með þeim er Daníel Georgsson sem hljóp með þeim frá Miðdal áleiðis að Geysi

Til baka

Póstlisti