Fréttir

Fjölskylduhátíð Grafíu 1. ágúst 2015

30 júl. 2015

Árleg fjölskylduhátíð Grafíu og Miðdalsfélagsins verður haldin á orlofssvæði félagsins í Miðdal laugardaginn 1.ágúst. Sjá nánari dagskrá hér

* Félagsmenn þurfa að framvísa skilríki og/eða félagsskírteini við komu.

* Hver félagsmaður má hafa gesti með sér á tjaldsvæðinu, þrjár einingar fyrir utan sína eigin, samtals 4 einingar með einingu félagsmanns (húsbílar, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagn eða tjöld eru einingar).

* Félagsmaður ber ábyrgð á gestum sínum, þurfi umsjónarmaður að hafa afskipti af gestum félagsmanns þá er það með aðstoð félagsmanns og kemur niður á félagsmanni sé ekki farið eftir tilmælum.

* Félagsmönnum er ekki heimilt að lána öðrum félagsskírteini sín.

*Umferð bíla um svæðið er ekki heimil, aðeins að því undanskyldu að heimilt er að koma tjöldum á sinn stað og tæma búnað úr bílum. Þetta er gert til þess að tryggja öryggi barna á svæðinu.

*Bílar skulu vera á merktum bílastæðum.

* Gæludýr skulu ávallt vera í taum af hæfilegri lengd svo dýr nái ekki til annarra gesta.

* Öll umferð mótorhjóla og fjórhjóla um svæðið er bönnuð.

* Öll meðferð opins elds er bönnuð.

*Við alvarleg brot getur félagsmaður verið útilokaður frá nýtingu orlofshúsa og tjaldsvæðis Grafíu.

 

Til baka

Póstlisti