Catégorie: Fréttir

Námskeið Iðunnar prenttæknisviðs haust 2009

11. ágúst, 2009

Fréttir

Búið er að opna fyrir skráningar á námskeið prenttæknisviðs haustið 2009.  Nýr námsvísir kemur út um næstu mánaðmót. Allar nánari upplýsingar er að finna hér.

Nýr kauptaxti FBM

15. júlí, 2009

Fréttir

Nýr kauptaxti FBM tók gildi 1. júlí síðastliðinn Með vísan til samkomulags sem var undirritað 25. júní 2009 hafa SA og samninganefnd ASÍ náð eftirfarandi samkomulagi um breytingar á kjarasamningum milli aðildarfélaga ASÍ og SA gerðum 17. febrúar  2008 eða síðar. Endurskoðunar- og framlengingarákvæði samninga er skilyrt frestað og endurskoðun og ákvörðun um framlengingu skal […]

Stöðugleikasáttmáli í höfn og kjarasamningar framlengdir

26. júní, 2009

Fréttir

Samningar hafa tekist um stöðugleikasáttmála sem var eitt af meginmarkmiðum ríkisstjórnarinnar á þeirri vegferð að endurreisa efnahagslífið. Forsvarsmenn ríkisstjórnar, sveitarfélaga, atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar og stéttarfélaga skrifuðu undir samninginn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Stöðugleikasáttmálinn tekur til margra helstu þátta sem mestri óvissu hafa verið háðir síðustu mánuðina og er sáttmálinn talinn ein sú meginstoð sem endurreisn […]

Sautján nýsveinar fá sveinsbréf í bókiðngreinum

22. júní, 2009

Fréttir

Sautján nýsveinar í bókiðngreinum fengu sveinsbréf afhent við hátíðlega athöfn þann 19. júní sl. Að þessu sinni luku 9 sveinar prófi í grafískri miðlun, 7 í prentun og 1 í bókbandi. Ásta María Sigmarsdóttir og Helgi Ó. Víkingsson hlutu viðurkenningar fyrir afburðaárangur á sveinsprófi. Athöfnin var hin hátíðlegasta að vanda og fór fram í blíðskaparveðri […]

Norrænt bókband 2009 – sýning í Þjóðmenningarhúsinu

8. júní, 2009

Fréttir

Glæsileg sýning á norrænu bókbandi hefur verið opnuð í Þjómenningarhúsinu, Hverfisgötu 15. Jamhópurinn á Íslandi stendur fyrir sýningunni og eru þáttakendur frá öllum norðurlöndunum. Sýningin stendur yfir frá 5.júní – 7. ágúst. Safnið er opið alla daga frá kl. 11.00-17.00 Við hvetjum alla sem að hafa áhuga á fallegu handverki að skoða sýninguna.

Vinnudagur í Miðdal

7. júní, 2009

Fréttir

Laugardaginn 6. júní var árlegur vinnu- og hreinsunardagur í Miðdal. Góð þátttaka var og mörg verk unnin. Í lok vinnudags var vígð flaggstöng við þjónustumiðstöðina. En hún var sett upp til að minnast þess að 10. júní í ár eru liðin 50 ár síðan orlofshús nr. 1,2,3 og 4 sem nú er hús 1 var […]

Orlofsuppbót 2009

26. maí, 2009

Fréttir

Orlofsuppbót 2009 ber að greiða 1. júní næstkomandi. Uppbótin greiðist miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl  eða eru í starfi 1. maí. Iðnnemar sem að eru í fullu starfi hjá fyrirtæki á námstíma eiga […]

Ályktun ASÍ um greiðsluvanda heimilanna

6. maí, 2009

Fréttir

Ályktun um greiðsluvanda heimilanna Miðstjórn ASÍ lýsir yfir megnri óánægju með seinagang við að endurskipuleggja fjárhag heimilanna, þrátt fyrir að Alþingi hafi samþykkt mikilvægar breytingar á réttar- og samningsstöðu almennings gagnvart kröfuhöfum. Miðstjórnin krefst þess að stjórnvöld tryggi þegar að heimili í vanda geti nýtt sér þau úrræði sem eiga að standa þeim til boða. […]

Ávarp 1. maí nefndar fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna

28. apríl, 2009

Fréttir

Hér fyrir neðan má sjá ávarp 1. maí nefndar fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna. sjá nánar hér.

Frá aðalfundi FBM 2009

22. apríl, 2009

Fréttir

Aðalfundur FBM var haldinn laugardaginn 18. apríl s.l. á Grand hótel v/Sigtún. Eftir skýrslu stjórnar og yfirferð reikninga félagsins sem send hafði verið í riti út til allra félagsmanna var umræða um starf stjórnar og afgreiðsla reikninga.Samþykkt var tillaga stjórnar og trúnaðarráðs um óbreytt félagsgjöld út árið 2009. Því næst fóru fram stjórnarskipti en eftirfarandi […]

Póstlisti