Fréttir

Vinnudagur í Miðdal

7 jún. 2009

Laugardaginn 6. júní var árlegur vinnu- og hreinsunardagur í Miðdal. Góð þátttaka var og mörg verk unnin. Í lok vinnudags var vígð flaggstöng við þjónustumiðstöðina. En hún var sett upp til að minnast þess að 10. júní í ár eru liðin 50 ár síðan orlofshús nr. 1,2,3 og 4 sem nú er hús 1 var vígt. Að því tilefni gáfu starfsmenn Gutenberg flaggstöng, sem áður var í eigu prentsmiðjunnar, sem enn stendur við húsið.

Jón Otti Jónsson fyrrum starfsmaður Gutenberg og félagi í Miðdalsfélaginu einnig dró íslenska fánann að húni að þessu tilefni.

Til baka

Póstlisti