Fréttir

Sautján nýsveinar fá sveinsbréf í bókiðngreinum

22 jún. 2009

nysveinar

Sautján nýsveinar í bókiðngreinum fengu sveinsbréf afhent við hátíðlega athöfn þann 19. júní sl. Að þessu sinni luku 9 sveinar prófi í grafískri miðlun, 7 í prentun og 1 í bókbandi. Ásta María Sigmarsdóttir og Helgi Ó. Víkingsson hlutu viðurkenningar fyrir afburðaárangur á sveinsprófi. Athöfnin var hin hátíðlegasta að vanda og fór fram í blíðskaparveðri við góðar undirtektir. Tónlist var leikin, gestir nutu veitinga og gerður var góður rómur að athöfninni í hvívetna. Björn M. Sigurjónsson sviðsstjóri prenttæknisviðs afhenti nýsveinum blóm og gjafabréf á námskeið frá IÐUNNI fræðslusetri. Formenn sveinsprófsnefnda, þeir Tryggvi Þór Agnarsson, Hjörtur Guðnason og Theodór Guðmundsson afhentu sveinsbréf og Georg Páll Skúlason og Haraldur Dean Nelson veittu verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi.

Til baka

Póstlisti