Frá aðalfundi FBM 2009
22 apr. 2009
Aðalfundur FBM var haldinn laugardaginn 18. apríl s.l. á Grand hótel v/Sigtún.
Eftir skýrslu stjórnar og yfirferð reikninga félagsins sem send hafði verið í riti út til allra félagsmanna var umræða um starf stjórnar og afgreiðsla reikninga.
Samþykkt var tillaga stjórnar og trúnaðarráðs um óbreytt félagsgjöld út árið 2009.
Því næst fóru fram stjórnarskipti en eftirfarandi aðilar skipa stjórn FBM tímabilið 2009 – 2010 Georg Páll Skúlason, formaður, Anna Helgadóttir, Prentsmiðjunni Odda, Oddgeir Þór Gunnarsson Prentsmiðjunni Odda, Óskar R. Jakobsson, Litlaprenti, Páll Reynir Pálsson, Litlaprenti, Stefán Ólafsson, Morgunblaðinu og Þorkell S. Hilmarsson, OPM.
Varastjórn: Anna Haraldsdóttir, Morgunblaðinu, Elín Sigurðardóttir, Hrafnhildur Ólafsdóttir, FBM, Hrefna Stefánsdóttir, Róbert Ericsson, Prentmeti og Sæmundur Árnason.
Eftirtalin voru kjörin í embætti á vegum félagsins:
Skoðunarmenn: Hallgrímur Helgason og Tryggvi Þór Agnarsson. Til vara: Stefán Sveinbjörnsson og Páll Heimir Pálsson. Ritstjóri Prentarans, Hrafnhildur Ólafsdóttir.
Ritnefnd: Hrönn Jónsdóttir, Þorkell S. Hilmarsson, Magnús Þór Sveinsson og Guðný Lára Jónsdóttir.
Fulltrúaráð Sameinaða lífeyrissjóðsins: Til tveggja ára: Bragi Guðmundsson, Georg Páll Skúlason og Sigurður Valgeirsson. Til vara: Svanur Jóhannesson, Kristín Helgadóttir og Páll Reynir Pálsson. Laganefnd: Sæmundur Árnason, Bragi Guðmundsson og Georg Páll Skúlason. Bókasafnsnefnd: Sæmundur Árnason, María H. Kristinsdóttir og Svanur Jóhannesson.
Stjórn félagsins skipti með sér verkum á fyrsta fundi stjórnar 21. apríl s.l.
Georg Páll Skúlason, formaður, Oddgeir Þór Gunnarsson, varaformaður, Stefán Ólafsson, ritari, Þorkell S. Hilmarsson, gjaldkeri, Anna S. Helgadóttir, Óskar R. Jakobsson og Páll Reynir Pálsson meðstjórnendur.