Fréttir

Nýr kauptaxti FBM

15 júl. 2009

Nýr kauptaxti FBM tók gildi 1. júlí síðastliðinn

Með vísan til samkomulags sem var undirritað 25. júní 2009 hafa SA og samninganefnd ASÍ náð eftirfarandi samkomulagi um breytingar á kjarasamningum milli aðildarfélaga ASÍ og SA gerðum 17. febrúar  2008 eða síðar.

Endurskoðunar- og framlengingarákvæði samninga er skilyrt frestað og endurskoðun og ákvörðun um framlengingu skal endanlega vera lokið eigi síðar en 27. október 2009. Launabreytingar sem að samkvæmt samningum áttu að taka gildi 1. mars 2009 en var frestað skulu koma þannig til framkvæmda.

1. Helmingu hækkana almennra kauptaxta kemur til framkvæmda 1.júlí sem hækka þá um 6.750 kr. eða 8.750 kr. á mánuði. Helmingur hækkana á ákvæðisvinnutöxtum, kostnaðarliðum og fastákveðnum launabreytingum kemur jafnframt til framkvæmda 1.júlí. Hinn helmingur þessara hækkana (sömu tölur) kemur til framkvæmda 1.nóvember 2009.

2. 3,5% launaþróunartrygging kemur til framkvæmda 1.nóvember 2009 og viðmiðunartími vegna hennar miðast við tímabilið 1.janúar – 1.nóvember 2009.

3. Hækkun kauptaxta, almennar launahækkanir og aðrar kjarabreytingar sem áttu að taka gildi 1. janúar færast til 1.júní 2010.

sjá nánar hér.

Til baka

Póstlisti