Fréttir

Sýningin Norrænt bókband 2009 opnar í Moskvu

1 sep. 2010

Í dag, 1. september 2010 verður bóklistarsýningin „Norrænt bókband 2009“ opnuð í bókasafninu „The State Library for Foreign Literatur“ í Moskvu. Það eru 89 bókbindarar frá Norðurlöndunum sem eru þátttakendur í þessari sýningu sem farið hefur á milli borganna: Reykjavíkur, Óðinsvéa, Kaupmannahafnar, Helsinki, Oslóar og Gautaborgar frá því að hún var opnuð hér á Íslandi 5. júní 2009. Íslendingar tóku að sér að skipuleggja sýninguna að þessu sinni og Nordisk Kulturfond o.fl. aðilar hafa styrkt hana ásamt menntamálaráðuneytinu.

S.l. vor kom beiðni um að sýningin kæmi til Moskvu og opnar hún eins og fyrr segir þar í dag kl. 15.00 að Moskvutíma.

Það er íslenski bókbindarahópurinn „Jam-hópurinn“ sem hefur unnið að samvinnu Norðurlandanna á þessu sviði, en Svanur Jóhannesson bókbindari er verkefnastjóri og Ragnar G. Einarsson bókbindari er formaður hópsins.

Meira um sýninguna má sjá á heimasíðunni : www.johannes.is/nordicbook

Til baka

Póstlisti