Fréttir

60 ára eða eldri og hafa fengið greiðslur úr séreignarlífeyrissjóði

26 júl. 2010

Ert þú 60 ára eða eldri og hefur fengið greiðslur úr séreignarlífeyrissjóði?

Vinnumálastofnun vill vekja athygli á því að Alþingi hefur með lögum nr. 70/2010, sem tóku gildi í júní sl., gert breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar. Breytingar þessar fela meðal annars í sér að þeir sem eru 60 ára eða eldri og hafa fengið skertar greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði á tímabilinu 1. mars 2009 til dagsins í dag, vegna greiðslna úr séreignarlífeyrissjóði, geta átt rétt á endurgreiðslu úr Atvinnuleysistryggingasjóði sem nemur fjárhæð skerðingarinnar. Tilkynning þessi á ekki við um þá sem eru yngri en 60 ára þar sem greiðslur úr séreignarlífeyrissjóðum skerða ekki greiðslur til þeirra úr Atvinnuleysistryggingasjóði.

Þeir sem eru 60 ára eða eldri og telja að greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði til þeirra hafi verið skertar vegna greiðslna úr séreignarlífeyrissjóði á framangreindu tímabili er bent á að sækja um endurútreikning á greiðslum úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Hægt er að nálgast umsóknareyðublað hér á síðunni. Nauðsynlegt er að láta kvittun eða greiðsluyfirlit vegna greiðslna úr séreignarlífeyrissjóði fylgja með umsókn um endurútreikning.

Umsóknarfrestur er til 1. september nk., sbr. 6. gr. laga nr. 71/2010, og fer greiðsla fram 1. október nk.

Umsókn skal senda Greiðslustofu Vinnumálastofnunar, Túnbraut 1-3, 545 Skagaströnd eða með tölvupósti á netfangið greidslustofa@vmst.is .

Ef frekari upplýsinga er þörf skal hafa samband við skrifstofu Vinnumálastofnunar í Hafnarhúsi v/Tryggvagötu í síma 515-4800 eða í gegnum netfangið vinnumalastofnun@vinnumalastofnun.is

Umsóknareyðublað má nálgast inni á vef vinnumálastofnunnar www.vmst.is

Til baka

Póstlisti