Fréttir

Framboð til stjórnar FBM 2012

8 feb. 2012
Í samræmi við lög félagsins lýkur á næsta aðalfundi tveggja ára kjörtímabili þriggja aðalstjórnarmanna, Önnu S. Helgadóttur, Oddgeirs Þórs Gunnarssonar og Óskars R. Jakobssonar og þriggja varastjórnarmanna, Ásbjörns Sveinbjörnssonar, Hrefnu Stefánsdóttur og Róberts Ericssonar.  Hér með er lýst eftir uppástungum um þrjá félagsmenn til setu í aðalstjórn næstu tvö ár og á sama hátt jafnmarga […]

Ferðastyrkir á Drupa 2012

21 jan. 2012
Prenttæknisvið IÐUNNAR auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki í Prenttæknisjóð. Um er að ræða 15 ferðastyrki á Drupa 2012, sem fer fram dagana 3.-16. maí í Dusseldorf í ÞýskalandiÞeir sem eiga fulla félagsaðild að Félagi bókagerðarmanna og Prenttæknisjóði  geta sótt um. Ef fjöldi umsókna er fleiri en 15 verður dregið úr umsóknum. Hver styrkur nemur 100.000 […]

Forsendur kjarasamninga halda

20 jan. 2012
Á fundi trúnaðarráðs Félags bókagerðarmanna 17. janúar 2012 var fjallað um endurskoðunarákvæði kjarasamninga FBM og SA. Niðurstaða þeirrar umræðu var að forsendur kjarasamninga haldi gildi sínu. Í því felst að almenn launahækkun verður 3,5% frá 1. febrúar n.k. Á sama tíma hækka lægstu laun og kauptaxtar um kr. 11.000. Trúnaðarráð var hins vegar mjög ósátt […]

Mikil reiði á formannafundi ASÍ

20 jan. 2012
Gríðarleg gremja í garð ríkisstjórnarinnar kom fram á formannafundi ASÍ í gær þegar ræddar voru forsendur kjarasamninganna. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði í upphafi fundar að það væri makalaus staða að það væri ríkisstjórnin sem skuli vera sá aðili sem ógnar þeirri sátt sem náðst hefur á vinnumarkaði.  Á fundinum kom hver formaðurinn á fætur öðrum í […]

Styrkir til vinnustaðanáms eða starfsþjálfunar vorið 2012

16 jan. 2012
Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til fyrirtækja eða stofnana sem taka nemendur í vinnustaðanám. Markmið styrkjanna er að hvetja fyrirtæki eða stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.Umsækjendur skulu uppfylla almenn skilyrði […]

Íslenska krónan – bölvun eða blessun?

9 jan. 2012
Þriðjudaginn 10. janúar stendur Alþýðusamband Íslands fyrir morgunverðarfundi um gjaldmiðilsmál. Yfirskrift fundarins er Íslenska krónan – bölvun eða blessun. Haldin verða fjögur stutt erindi og að þeim loknum verður opnað fyrir umræður. Fundur fer fram á Hilton Reykjavík Nordica og stendur frá kl. 8-10. Fundurinn er öllum opinn. Dagskrá fundarins má sjá hér

Frétt frá formannafundi ASÍ

6 jan. 2012
Formenn félaga innan ASÍ komu saman til fundar í gær til að ræða forsendur kjarasamninga en fyrri endurskoðun kjarasamninganna á að vera lokið 20. janúar. Efnahagslegar forsendur standast ágætlega en þegar kemur að loforðum ríkisstjórnarinnar sem sett voru fram í sérstakri yfirlýsingu 5. maí í tengslum við gerð kjarasamningana stendur varla steinn yfir steini. Hörð […]

Leitað að hæfileikaríkum teiknara

5 jan. 2012
Eftirfarandi barst frá Félagi íslenskra teiknara. Auglýsingastofan Plánetan leitar að hæfileikaríkum teiknara (illustrator) til að myndskreyta indverska veitingahúsið Austurlandahraðlestina. Um er að ræða myndskreytingar í glugga og á veggi í þremur stöðum fyrirtækisins auk almálunar á sendibíl fyrirtækisins. Auk þess verður óskað eftir myndskreytingum í nokkrar auglýsingar, matseðil og e.t.v. fleiri tilfallandi verkefni. Viðkomandi þarf […]

Samkeppni um veggspjald Listahátíðar í Reykjavík 2012

4 jan. 2012
Listahátíð í Reykjavík, í samvinnu við Hönnunarmiðstöð, efnir til opinnar samkeppni meðal hönnuða og myndlistarmanna, um veggspjald Listahátíðar í Reykjavík 2012.  Sjá nánar á vef listahátíðar www.listahatid.is

Bráðabirgðaákvæði um skert starfshlutfall fellur niður um áramót

30 des. 2011
Vinnumálastofnun vill benda á að að gildistími ákvæða til bráðabirgða V og VI í lögum um atvinnuleysistryggingar fellur niður um næstu áramót. Brottfall ákvæðisins felur það í sér að allir sem notið hafa greiðslna úr Atvinnuleysistryggingasjóði skv. þeim eru afskráðir frá og með áramótum. Það á við um þá sem hafa fengið greiddar atvinnuleysisbætur í […]

Póstlisti