Fréttir

Bráðabirgðaákvæði um skert starfshlutfall fellur niður um áramót

30 des. 2011

Vinnumálastofnun vill benda á að að gildistími ákvæða til bráðabirgða V og VI í lögum um atvinnuleysistryggingar fellur niður um næstu áramót.

Brottfall ákvæðisins felur það í sér að allir sem notið hafa greiðslna úr Atvinnuleysistryggingasjóði skv. þeim eru afskráðir frá og með áramótum. Það á við um þá sem hafa fengið greiddar atvinnuleysisbætur í minnkuðu starfshlutfalli (50% – 70%), eru í hlutastarfi (50%70%) og eru sjálfstætt starfandi með heimild til að hafa opinn rekstur í þrjá mánuði frá umsóknardegi um atvinnuleysisbætur (útborgun 1. Janúar 2012 verður óbreytt).

sjá nánar á vef Vinnumálastofnunnar www.vmst.is

 

Til baka

Póstlisti