Fréttir

Leitað að hæfileikaríkum teiknara

5 jan. 2012

Eftirfarandi barst frá Félagi íslenskra teiknara. Auglýsingastofan Plánetan leitar að hæfileikaríkum teiknara (illustrator) til að myndskreyta indverska veitingahúsið Austurlandahraðlestina. Um er að ræða myndskreytingar í glugga og á veggi í þremur stöðum fyrirtækisins auk almálunar á sendibíl fyrirtækisins. Auk þess verður óskað eftir myndskreytingum í nokkrar auglýsingar, matseðil og e.t.v. fleiri tilfallandi verkefni. Viðkomandi þarf að geta sýnt fram á reynslu og færni með því að leggja fram möppu með fyrri vinnu og myndskreytingum. Undirbúningur verkefnisins hefst í febrúar en gert er ráð fyrir að verkefninu verði lokið næsta sumar.
Upplýsingar veitir Kristján Jónsson hjá Plánetunni í síma 820 4454.

Til baka

Póstlisti