Fréttir

Mikil reiði á formannafundi ASÍ

20 jan. 2012

Gríðarleg gremja í garð ríkisstjórnarinnar kom fram á formannafundi ASÍ í gær þegar ræddar voru forsendur kjarasamninganna. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði í upphafi fundar að það væri makalaus staða að það væri ríkisstjórnin sem skuli vera sá aðili sem ógnar þeirri sátt sem náðst hefur á vinnumarkaði.  Á fundinum kom hver formaðurinn á fætur öðrum í ræðustól og lýsti óánægju sinni með framgöngu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.  Sjá nánari fréttir á vef ASÍ

Til baka

Póstlisti