Fréttir

Ferðastyrkir á Drupa 2012

21 jan. 2012

dru1202_Drupa_Logo_auf_Rot
Prenttæknisvið IÐUNNAR auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki í Prenttæknisjóð.

Um er að ræða 15 ferðastyrki á Drupa 2012, sem fer fram dagana 3.-16. maí í Dusseldorf í Þýskalandi
Þeir sem eiga fulla félagsaðild að Félagi bókagerðarmanna og Prenttæknisjóði  geta sótt um.

Ef fjöldi umsókna er fleiri en 15 verður dregið úr umsóknum.

Hver styrkur nemur 100.000 krónum, styrkurinn verður greiddur út eftir að
sýningu lýkur og félagsmaður hefur framvísað staðfestum aðgöngumiða.

Þeir félagar sem að fengu styrk til að fara á Drupa sýninguna árið 2008 og 
IPEX sýninguna árið 2010 verða ekki í forgangi.

Umsóknum skal skilað inn á umsóknareyðublaði fræðslusjóðs FBM og Prenttæknisjóðs, hægt er að nálgast það hér
ATH að vinnuveitandi þarf að fylla út neðri helming umsóknareyðublaðsins annars er umsóknin ekki gild.

Umsóknarfrestur er til 31. janúar.
Tilkynnt verður hverjir hljóta styrki fyrir 15. febrúar.

Allar nánari upplýsingar veita, Björn Sigurjónsson sviðsstjóri prenttæknisviðs, sími 590 6400, bjorn@idan.is og Georg Páll Skúlason formaður FBM, sími 552 8755, georg@fbm.is.

Pts_logo

Til baka

Póstlisti