Catégorie: Fréttir

Miðdalsmótið í golfi laugardaginn 7. ágúst 2010

21. júní, 2010

Fréttir

Miðdalsmótið í golfi fer fram laugardaginn 7. ágúst n.k. á golfvelli Dalbúa í Miðdal. Mótið er innanfélagsmót FBM og verður auglýst nánar síðar. Stjórn FBM

Útskrift nýsveina

15. júní, 2010

Fréttir

Útskrift nýsveina fór fram föstudaginn 11. júní, að þessu sinni var aðeins einn útskrifaður úr bókiðngreinum, Heiðrún Björt Sigurðardóttir í prentsmíð. Heiðrún Björt Sigurðardóttur ásamt meistara sínum Jónasi Gunnarssyni í Expó  og Hirti Guðnasyni formanni sveinsprófsnefndar

Bylting í forvinnslu í prentverki

11. júní, 2010

Fréttir

Um mitt árið 2008 var settur saman vinnuhópur á vegum Samtaka iðnaðarins sem fékk það verkefni að leita leiða til að einfalda og bæta vinnu hönnuða og ljósmyndara í forvinnslu fyrir prentverk. Verkefnið fékk vinnuheitið RGB-vinnsluferli, og eins og nafnið ber með sér gekk það út á að hverfa frá hina flókna CMYK vinnulagi, þar […]

Endurskoðuð hagspá ASÍ – botninum náð í árslok

10. júní, 2010

Fréttir

Í endurskoðaðri spá hagdeildar ASÍ um horfur í efnahagsmálum til ársins 2013 er gert ráð fyrir heldur minni samdrætti í efnahagslífinu en áður þó enn sé staðan erfið og svigrúm heimila og fyrirtækja mjög takmarkað. Hagdeildin spáir því að landsframleiðslan dagist saman um 4,8 % í ár, sem sem er ívíð minna en gert var […]

Nýr kauptaxti gildir frá 1. júní 2010

Fréttir

Samkvæmt kjarasamningi FBM og SA tekur nýr kauptaxti gildi 1. júní næstkomandi, einnig verða breytingar á félagsgjöldum. Breyting félagsgjalda frá 1. júní 2010. Almennt félagsgjald breytist í 4.560 kr á mánuði. Félagsgjald aðstoðarfólks verður 3.610 kr á mánuði. Félagsgjald iðnnema verður 3.040 kr. á mánuði. Félagsgjald fyrir hlutastarf verður 2%, en hámarki 4.560 kr á […]

Viltu selja!

8. júní, 2010

Fréttir

Óska eftir sumarhúsi í Miðdal. Ef þú hefur áhuga á að selja þá gæti ég verið kaupandinn.   Hafðu samband, Katrín gsm. 847 0701

Frí sund- og bókasafnskort fyrir atvinnuleitendur

27. maí, 2010

Fréttir

Frí sund- og bókasafnskort fyrir atvinnuleitendur á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum þann 20. apríl sl. að atvinnuleitendur í Reykjavík og fólk sem nýtur fjárhagsaðstoðar til framfærslu fái frían aðgang að sundstöðum borgarinnar og frí notendakort í Borgarbókasafni Reykjavíkur og útibúum þess til ársloka 2010. Þeir sem vilja nýta sér tilboðið […]

Sumarbústaður í Miðdal óskast

Fréttir

Óskum eftir að kaupa sumarbústað í landi Miðdals. Upplýsingar í síma 8439017 og 8610679.

Tjaldsvæðið í Miðdal opnar

20. maí, 2010

Fréttir

Tjaldsvæðið í Miðdal verður opnað nú um Hvítasunnuhelgina. Í Miðdal er glæsilegt tjaldsvæði með góðu þjónustuhúsi með salernis- og sturtuaðstöðu. Gott leiksvæði er við tjaldsvæðið þar sem eru leiktæki fyrir börn; ærslabelgur, körfuboltavöllur og minigolf. Félagsmenn greiða 1.200 kr. á tjald, pr. nótt gegn framvísun félagsskírteinis en utanfélagsaðilar greiða kr. 1.800 á tjald pr. nótt.  […]

Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins fimmtudaginn 27. maí kl. 16

19. maí, 2010

Fréttir

Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 27. maí nk. kl. 16.00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Allir sjóðfélagar, lífeyrisþegar og launagreiðendur sem greiða til sjóðsins eiga rétt til setu á fundinum. Nánari upplýsingar s.s. dagskrá, ársskýrslu 2009, Tillögur að breytingum á samþykktum má nálgast á vef Sameinaða lífeyrissjóðsins www.lifeyrir.is

Póstlisti